Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R LÍTILL TÍMI FYRIR RÆKTINA? Komdu þér í fantaform með 1-2-3 æfingakerfinu okkar Taktu einn krefjandi 30 mínútna tíma, ef þú ert á hlaupum. Svo geturðu bætt við öðrum og þeim þriðja eftir því sem hentar þér best. BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Það eru ekki allir sammála um ágæti bjórs og hvað þá mikils magns af honum. Þaðan af síður er algengt að bjór sé nefndur í sömu andrá og talað er um að breyta lífi fólks til hins betra. Þetta á þó ágæt- lega við um danska brugghúsið People like us sem rekið er af ein- hverfu fólki. Markmiðið með rekstri þess er að bæta líf einhverfra. Starfsfólk People like us heimsækir Ísland um helgina og býðst fólki að kynnast hugmyndafræðinni þarna að baki – og vitaskuld vörunni. People like us var stofnað af bræðrunum Lars og Jesper Carlsen í ágúst árið 2016. Lars er kennari að mennt en Jesper er sálfræð- ingur. Þeir hafa lengi unnið með einhverfu fólki og síðan 2009 hafa þeir rekið LeVas sem hefur það að markmiði að mennta og fræða ein- hverft fólk, fólk með ADHD og fleiri greiningar. Um tíma ráku þeir kaffihús þar sem starfaði einhverft fólk og í gegnum það áttu þeir fund með Mikkel Borg Bjergsø, stofn- anda Mikkeller-brugghússins. Hugmyndin var að brugga bjór til að selja á kaffihúsinu en á þess- um fundi vatt hugmyndin upp á sig. Úr varð að ákveðið var að stofna brugghús sem rekið væri af ein- hverfu fólki. Þannig fæddist People like us en framtak þetta hefur á skömmum tíma vakið mikla athygli í heimalandinu. Samfélagsbylting með bjór Þrjú markmið eru með rekstri People like us; að brugga hágæða handverksbjór sem seldur verði um allan heim, að tryggja fjölmörg störf fyrir einhverfa, fólk með ADHD og úr öðrum hópum sem eiga erfitt með að fóta sig í sam- félaginu, og að ýta við ríkjandi gild- um um það hvað telst hefðbundið. Þetta síðastnefnda er ekki síst mikilvægast, að mati Alberte Jann- icke, samskiptastjóra People like us. „Við höfum sett okkur það markmið í ár að hrinda af stað sam- félagsbyltingu í gegnum bjór. Það felur í sér að skapa nýja tegund samfélaga, að deila reynslu okkar af því hvernig hægt er að skapa störf með því að vinna gegn ríkjandi gild- um á vinnumarkaði, fordómum og með því að þora að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að finna samstarfsaðila. Aðalatriðið er að færa fókusinn frá erfiðleikum yf- ir á möguleika; að hætta að ræða um það sem er ekki að virka en í staðinn vinna að því að breyta hlut- unum til batnaðar,“ segir Alberte við Morgunblaðið. En hvað hefur gerst á þessu eina og hálfa ári síðan brugghúsið var stofnað? Á þeim tíma hefur People like us sent frá sér fjöldann allan af gæðabjórum sem bruggaðir hafa verið í samstarfi við Mikkeller. Bjórarnir fást á yfir 30 börum í Danmörku. Heimahöfn þeirra á Ís- landi er Mikkeller-barinn við Hverf- isgötu. Bjórar People like us eru bruggaðir í brugghúsi Flying Couch í Kaupmannahöfn, en það er einmitt líka rekið af Íslandsvinum sem bruggað hafa í Borg-brugghúsi. 75% starfsmanna einhverfir Stefna fyrirtækisins er að minnst 75% starfsmanna þess séu greindir einhverfir, með ADHD eða tilheyri öðrum hópum sem eiga erfitt upp- dráttar á vinnumarkaði. Þeir vinna á þeim sviðum sem hverjum henta, við framleiðslu á bjór, við við- skiptaþróun eða einfaldlega þar sem hæfileikar þeirra nýtast best. „Við viljum sýna öðrum fyr- irtækjum að það gæti grætt á því að ráða meira af fólki eins og okk- ur,“ segir í stefnuskrá People like us. Einstakt tækifæri fyrir einhverfa  Danska brugghúsið People like us er rekið af einhverfum  Starfsmenn þess kynna hugmynda- fræðina og bjórinn á Mikkeller-barnum á Hverfisgötu um helgina  Vilja breyta ríkjandi viðhorfum Upphafsmenn Bræðurnir Lars og Jesper Carlsen stofnuðu People like us árið 2016. Brugghúsið hefur framleitt fjölda áhugaverðra bjóra sem eru seldir á börum og í verslunum í Danmörku. Starfsmenn eru flestir einhverfir. UN Women á Íslandi hafa afhent griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfn- uðust í neyðarsöfnun og jólagjafa- sölu landsnefndar samtakanna. Fyr- ir þetta fé verður þrjátíu konum í búðunum veitt atvinna og laun í heilt ár og að auki verður rúmlega 1.250 nýbökuðum mæðrum í Zaatari af- hentur Mömmupakki UN Women sem inniheldur ungbarnaföt, burðar- rúm og ullarsjal fyrir mömmuna. Í tilkynningu frá UN Women seg- ir að á bilinu 60-80 börn fæðist á viku í Zaatari búðunum. Síðastliðið haust heimsótti UN Women á Íslandi ásamt Elizu Reid forsetafrú Íslands, Evu Maríu Jóns- dóttur verndara UN Women á Ís- landi, og tökuteymi griðastaði UN Women í Zaatari búðunum, sem eru í eyðimörk í Jórdaníu, skammt frá landamærum Sýrlands. Þar halda til um 82 þúsund Sýrlendingar sem flú- ið hafa heimahagana og eru atvinnu- tækifæri fyrir konur í búðunum af skornum skammti. „Það var magnað að sjá með eigin augum hvernig griðastaðirnir hafa breytt lífi kvenna í Zaatari,“ er haft eftir Stellu Samúelsdóttur, fram- kvæmdastýru UN Women á Íslandi, í tilkynningunni. Ljósmynd/UN Women Takk! Amira er 53 ára og flúði Sýrland fyrir tæpum sex árum. Eiginmaður hennar er týndur og hún starfar á griðastað UN Women í Zaatari-búðunum. Gefa griðastöðum í Zaatari 18 milljónir  Laun fyrir 30 konur og Mömmupakki Hægt er að kynna sér bjóra frá People like us á Mikkeller & fri- ends-barnum við Hverfisgötu frá fimmtudegi til laugardags. Í dag verður kynning á brugghús- inu, á föstudag segja starfs- menn þess sögur úr reynslu- heimi sínum og á laugardag er lokahóf. Alla dagana verður á nafn- lausa pítsastaðnum á neðri hæðinni hægt að fá People like us-pítsu en ágóði af sölu hennar og ágóði af sölunni á barnum mun renna til Specialisterne á Íslandi. Einhverfusamtökin eru einnig sérstakur velunnari heimsóknarinnar. Nánari upp- lýsingar um viðburðinn og tíma- setningar má finna á Facebook. Veisla á Hverfisgötu Í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI Útrás Myndin er tekin þegar bjór People like us var í fyrsta sinn seldur utan Danmerkur, á Brewdog-barnum í Shoreditch-hverfinu í London.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.