Skírnir - 01.04.2017, Page 9
SIGURÐUR PÁLSSON
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
16. nóvember 2016
Ræða við móttöku þeirra í Björtuloftum í Hörpu
Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra, forstöðu-
maður Árnastofnunar, góðir gestir.
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur inn og austur,
einstaklingur, vertu nú hraustur!
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér, móðir, annt um oss;
aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita,
lífið og dauðann, kulda og hita.
Þetta er kvæðið Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson.
Vettvangur ljóðsins er teiknaður upp í fyrsta erindinu með vísan
í höfuðáttirnar, út og suður, vestur, austur, sem bendir til þess að
ljóðið ætli sér að vera altækt ef svo má segja. Það reynist enda rétt,
niðurlagið nefnir beinlínis mikilvægustu andstæður lífs okkar á
jörðinni: lífið og dauðann, kulda og hita.
Ég hef lengi haldið sérstaklega upp á þetta ljóð. Einna skemmti-
legust hefur mér alltaf þótt upphrópunin í fjórðu línu: Einstak-
lingur, vertu nú hraustur!
Skírnir, 191. ár (vor 2017)
RITGERÐIR
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 9