Skírnir - 01.04.2017, Page 16
einstök ártöl skipti svo miklu máli, heldur af því að sú grunn- eða
upphafsmerking sem ritskýring reynir að nálgast er bundin órofa
böndum þeim tíma og því samfélagi sem verkin eru sprottin úr.
Hætt er við að túlkun frásagnarlistar án samhengis við sögu og sam-
félag verði þröng og ófrjó. Þess vegna verður túlkandi Íslendinga-
sagna að miða við einhverja hugmynd um hvenær þær hafi orðið
til, þ. e. hvenær þær hafi verið samdar á bók, því að efnið í margar
sögur hefur að hluta til verið mótað áður en þær urðu bóksögur.
Við hljótum að gera ráð fyrir að sá sem samdi bóksöguna hafi gefið
frásögninni þá heildarmerkingu sem hún hefur í hinu ritaða formi,
hversu mjög sem höfundur og saga eru mótuð af fortíðinni, og þótt
textinn sé ekki frá orði til orðs eins og hann var í upphafi. Söguleg
bókmenntarýni — jafnvel þótt hún kalli sig nýsögulega — hlýtur að
taka mið af ætluðum upphafstíma verkanna. Þegar erfitt er að kom-
ast að niðurstöðum um aldur einstakra verka styðst rannsakandinn
við einhverja heildarmynd sem í eðli sínu er tilgáta. Leitin að ritun-
artíma Íslendingasagna fer óhjákvæmilega í hringi: gengið er út frá
einhverri hugmynd um upphaf og framvindu og einstök atriði
könnuð; e.t.v breytir sú könnun heildarmyndinni, e.t.v. ekki. Vita-
skuld er alltaf hætta á að upphafshugmyndin, for-dómarnir, stjórni
allri rannsókninni og túlkunarhringurinn verði vítahringur. Rann-
sakandi verður að reyna eftir mætti að forðast vítahringinn eða brjót -
ast út úr honum.
Á 20. öld hurfu fræðimenn yfirleitt frá því viðhorfi að Íslend-
ingasögur hefðu verið skráðar — margar fyrir eða um 1200 —
nokkurn veginn eins og þær voru sagðar af munni fram. Þess í stað
var tekið að gera ráð fyrir auknum þætti skapandi rithöfunda í
samningu þeirra. Með textagreiningu og textasamanburði var reynt
að áætla aldur einstakra Íslendingasagna. Niðurstaðan varð að meiri
hluti Íslendingasagna hefði verið saminn á 13. öld en nokkur hluti
ekki fyrr en á þeirri fjórtándu.1 Um miðja síðustu öld tók Sigurður
16 vésteinn ólason skírnir
1 Frumkvöðull þessara aðferða meðal íslenskra fræðimanna var Björn M. Ólsen.
Eftirmenn hans við Háskóla Íslands, Sigurður Nordal og Einar Ól. Sveinsson,
aldursgreindu fleiri sögur, og nemendur þeirra héldu þeirri viðleitni áfram, ekki
síst í ritröðunum Íslenzk fornrit og Studia Islandica — Íslenzk fræði, sem báðar
hófu göngu sína á fjórða áratugi 20. aldar.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 16