Skírnir - 01.04.2017, Page 20
handriti frá 15. öld. Samanburður handritanna sýnir að Haukur
hefur breytt textanum, eins og hann átti vanda til, og yngra hand-
ritið geymir að ýmsu leyti fornlegri texta. Fullvíst má því telja að
Eiríks saga sé frá því fyrir 1300. Samanburður sögunnar við Land-
námabók og fleiri rit bendir til að hún hafi verið frumsamin mun fyrr
eða á fyrri hluta 13. aldar. Grænlendinga saga sýnir engin merki um
bein tengsl við aðrar sögur, og er það í sjálfu sér vísbending um að
hún sé æðigömul, enda eru atriði í textanum sem benda eindregið til
að hún sé a.m.k. eldri en 1263. Þótt hafður sé nokkur fyrirvari gagn-
vart rökum Ólafs Halldórssonar eru mjög sterkar líkur til að báðar
Vínlandssögurnar séu ekki yngri en frá fyrri hluta þrettándu aldar
(Vésteinn Ólason 2001: 56–59).
Athyglisvert er að Grænlendinga saga er aðeins varðveitt í einu
handriti frá því um 1390, Flateyjarbók. Fróðlegt er því að bera
saman varðveislu Grænlendinga sögu og Færeyinga sögu. Sú síðar-
nefnda er einnig í Flateyjarbók og hvergi varðveitt í heild nema þar
— Jón Hákonarson hefur haft áhuga á eyjum og fjarlægum löndum.
En kaflar úr Færeyinga sögu eru líka í Ólafs sögu helga hinni sér-
stöku og í Heimskringlu, bæði í fyrsta og öðrum hluta verksins;
handritin eru frá 13. öld, en sögurnar frá fyrri helmingi aldarinnar.
Rökin fyrir háum aldri Færeyinga sögu eru því alveg hliðstæð
rökum fyrir því að frumgerð konungasögunnar Morkinskinnu hafi
verið nokkrum áratugum eldri en hið varðveitta handrit frá seinni
hluta 13. aldar. Ármann Jakobsson fer rækilega gegnum rökræðuna
um aldur Morkinskinnu og segir að lokum: „Flest bendir til að
Frum-Morkinskinna hafi verið til um 1220. Engin ástæða er því til
að kalla hana verk frá síðari hluta 13. aldar …“ (Ármann Jakobsson
2002: 54). Mestar líkur eru til að þessar þrjár Atlantshafssögur, Vín-
landssögurnar tvær og Færeyinga saga, hafi orðið til á fyrstu ára-
tugum 13. aldar, þegar sagnaritarar, sem fram að því höfðu einkum
fengist við sögur Noregskonunga, voru að færa út kvíarnar í efnis-
vali. Dæmi þessara sagna og fleiri sýna að varðveitt handrit eru oft
miklu yngri en sögurnar sjálfar. Í Vínlendingasögum og Færeyinga
sögu birtist þróuð frásagnarlist í sögum um veraldleg efni, sögum
sem samdar eru á blómaskeiði konungasagna, þótt þær teljist ekki
til þess flokks og standi að ýmsu leyti nær Íslendingasögum.
20 vésteinn ólason skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 20