Skírnir - 01.04.2017, Page 42
Leiðréttingarnar snúast yfirleitt um fyrstu persónu, enda líklega
flest tækifæri til að leiðrétta hana. Það er því algengt að margir sem
segja ég hlakka segi svo henni og mönnunum hlakkar með þágu-
fallsfrumlagi og á sama hátt geta þeir sagt mig langarmeð þolfalls-
frumlagi en aftur á móti henni og þeim langar með þágufalls -
frumlagi. Þetta kemur berlega í ljós í máli kennara, eins og til dæmis
þeirra Daggar og Láru.
Dögg Sko, ég held að, sko ég veit að þau, það eru mörg sko, nemendur
vita í mesta lagi að það er ég hlakka til og mig langar eru margir
með á hreinu. Aftur á móti þegar þetta er komið út í þriðju per-
sónu þá er þetta rangt hjá þeim.
Lára Þau segja ég hlakka, það er svo skrítið, ég hlakka, sko ef það kemur
á prófi þá passa þau sig en svo eiga þau að fara að yfirfæra þetta
yfir á nöfn þá fer þetta einhvern veginn alltaf í þágufallið. […] Þau
eru öll að kaupa það að maður segir ég hlakka til en maður segir
ekki Sigurður hlakkar til, nei, nei, nei, það er ekki rétt haha.
Ef marka má orð Láru eiga nemendur auðveldara með að muna að
beita tillærðri leiðréttingarreglu á fyrstu persónu eintölu en þegar
frumlagið er af öðrum toga, t.d. mannanafn þegar ómeðvituð mál-
kunnátta þeirra segir annað en viðurkennd málnotkun sem ætlast
er til af þeim á prófum.
Eins og tilvísanirnar í námsefnið sýndu hér fyrr í greininni hefur
lengi verið amast við þágufallssýki, eða að minnsta kosti frá því
1958, og með fulltingi foreldra og annarra ættmenna hefur baráttan
ekki síður verið utan skólastofunnar en innan hennar. Hins vegar
hefur árangurinn ekki verið meiri en svo að enn er verið að fetta
fingur út í hana líkt og nýjasta námsefnið sýnir og miðað við rann-
sóknir er hún frekar að sækja í sig veðrið en hitt (Ásta Svavarsdóttir
1982; Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson 2003). Vissu-
lega hefur ekki tekist að uppræta málbreytinguna enn sem komið er
og ef horft er til þess að útbreiðsla hennar er að aukast er ekki lík-
legt að það takist. Það þýðir þó ekki að kennslan, með sínum
leiðréttingum og fordæmingu, hafi ekki haft nein áhrif. Áhrifin eru
hins vegar önnur en lagt var upp með eins og kemur fram í viðtölum
við nemendur og kennara þeirra.
42 hanna óladóttir skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 42