Skírnir - 01.04.2017, Page 44
Þyrí Þetta er bara búið. Það segja flestir mér […]. Já, eða mig. […] Mér
finnst þetta ekkert það mikilvægt að það þurfi að halda í þetta, ekki
eitthvað sem greinir íslenska tungu eitthvað, ég hlakka.
Silja Af því að hitt er líka íslenska mér hlakkar.
Bessi Ég held að enginn sé að fá taugaáfall, enginn íslenskufræðingur sé
að fá taugaáfall út af einu mér í staðinn fyrir ég sko.
Einum nemanda, Ýri, finnst ástæða til að benda „íslenskufræð -
ingum“ á að það sé skrítið að reglan, sem meðal annars segir til um
rétta notkun sagnarinnar hlakka til, sé ekki í samræmi við almenna
málnotkun.
Ýr Mér finnst samt að ef allir eru að segja þetta hinsegin þótt að reglan
sé öfug að það ætti það svona að segja íslenskufræðingunum að
þetta er voða skrítin regla fyrst að öllum finnst að þetta ætti að vera
hinsegin.
Með öðrum orðum, sú mállýsing sem finna má í málfræðibókum er
úrelt og má skilja það sem svo að Ýri þyki ástæða fyrir námsbóka-
höfunda, það er íslenskufræðingana, að uppfæra regluna til sam-
ræmis við málnotkunina í málsamfélaginu. Hún er því augljóslega
ekki þeirrar skoðunar að ef við látum undan og hættum að leiðrétta
þágufallssýki marki það upphafið að almennri linkind og hruni mál-
kerfisins.
Er hætta á ferðum?
Er þágufallssýki slík meinsemd eins og ætla mætti miðað við
umræðuna um hana í gegnum tíðina eða er það meinloka að halda
áfram að berjast gegn henni? Þegar staðan er orðin þannig að bar-
áttan gegn henni ýtir undir óreglu í málkerfinu og ruglar nemendur
í ríminu er vert að staldra við og spyrja hvort ekki sé þörf á að endur -
skoða málið. Vissulega gera margir nemendur sér grein fyrir réttri
málnotkun en það virðist fyrst og fremst gera þá færa um að nota
sagnirnar rétt á prófi og leiðrétta sig og aðra án þess að hafa varan-
leg áhrif á notkunina. Þar fyrir utan hefur málbreytingin, þágu-
fallssýkin, fengið allt of mikið vægi miðað við hvað þetta er lítið
44 hanna óladóttir skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 44