Skírnir - 01.04.2017, Side 60
tímabili. Efnið tilheyri sögulegu ferli sem taki fyrst á sig áþreifan-
legt form sem sérstök trúarbrögð á 9. og 10. öld. Uppruni ritanna
og þeir atburðir sem sagðir eru tengjast þeim hafi að lokum verið
staðsettur á Arabíuskaganum til að árétta sérstöðu þessara nýju
trúarbragða gagnvart gyðingdómi og kristni þrátt fyrir sameigin-
legan uppruna þeirra (Wansbrough 1977: 51–52).
Wansbrough beitir hér í raun svipuðum aðferðum og tíðkast
innan þjóðernisrannsókna, þ.e. um þjóðir, þjóðfélög og þjóðríki
sem „ímynduð samfélög“. Að hans mati er þó ekki um þjóðernis-
stefnu að ræða heldur hugmynda- eða trúarstefnu. Drifkraftinn í
mótun íslams sem trúarbragða sé að finna í vilja menningarfrömuða,
valdamanna og stjórnmálaleiðtoga til að setja samfélaginu hug-
mynda fræðilegan ramma og siðferðilegan grundvöll sem tryggi völd
þeirra yfir því (Wansbrough 1977: 53–84). Slíkt hugmyndakerfi geti
ýmist verið sett fram sem ríkisátrúnaður, þjóðernisvitund, hug-
myndastefna og annað þess háttar en raunverulegur tilgangur snú-
ist um að tryggja grundvöll samfélagsins. Menn móti þessar hug -
myndir úr ýmsum virkum trúarhefðum sem raðað er saman í
heildstæða mynd um uppruna og hjálpræðissögu samfélagins. Í
átrún aði þess er hún síðan varðveitt, ræktuð og þróuð áfram. Mikil-
vægur þáttur í þessu ferli er að staðsetja hugmyndina um eðli
viðkomandi samfélags í ímyndaðri fortíð (Sigurjón Árni Eyjólfs-
son 2014: 40–50).
Guðfræðingar sem beita þessari nálgun innan biblíufræðanna
hafa sýnt fram á hvernig ritasafn Gamla testamentisins hafi verið
sett saman og hjálpræðissaga Hebrea tekið á sig mynd og öðlast vægi
á persneska tímabilinu eða á tímum annars musterisins í Jerúsalem
á 5. og 4. öld f. Kr. Ritum með margvíslegum bókmenntaformum,
sögum, hefðum, lagabálkum, sálmum, spádómstextum, spekiefni
o.fl. hafi verið komið fyrir í sérstakri hjálpræðissögu og ímyndaðri
fortíð trúarsamfélagsins (Gersenberger 2005: 74–75, 120–121, 186–
192, 276–278; Schmitz 2011: 7–13; Ström 2000: 313).
Sömu greiningaraðferð hefur einnig verið beitt til að varpa ljósi
á tilurð yngri trúarsamfélaga. Í tilviki íslams hefur Arabíuskaginn
orðið fyrir valinu, en að mati Wansbrough ber fremur að leita upp-
runa þeirra trúarbragða í veldi Abbasída, sem höfðu miðstöð í
60 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 60