Skírnir - 01.04.2017, Page 66
og þeim reglum sem samhljómur er um meðal lærðra múslima og
koma fram í dómasöfnum (arab. fiqh). Samkvæmt Nevo er hér að
finna svipaðar áherslur og aðferðir og notaðar voru í rabbínskri
lögfræði.
Dómskerfið og lögfræðingar ríkisins þörfnuðust hefðar eða
grundvallartrúarrits sem myndaði þann grundvöll sem lögin, túlkun
þeirra og beiting byggðist á. Og þar sem samfélagið þarfnaðist
trúarrits hófu fræðimenn múslima að safna saman predikunum,
sálmum og helgisögnum sem þekktar voru innan safnaðarins (Ger-
senberger 2005: 32–35, 140–142, 213–215, 234–238, 292–295, 328–
339; Schmitz 2011: 7–13; Stegemann 2009/2010: 276–278). Úr slíku
efni var Kóraninn settur saman og fékk hann þá stöðu opinberun-
artexta en var loks lagður að jöfnu við orð Guðs (Nevo og Koren
2003: 351). Nevo tekur þannig undir hugmyndir Wansbrough um
tilurð Kóransins. Niðurstaða hans er að Kóraninn sé settur saman
til að svara þörf arabíska ríkisins fyrir ríkisátrúnað með skilgreinda
hjálpræðissögu, trúarkenningar og trúarrit. Sá átrúnaður varð síðan
að einum af meginstoðum valdakerfisins. Frá þessu sjónarhorni er
hið arabíska ríki því forsenda endanlegrar gerðar Kóransins en ekki
öfugt (Nevo og Koren 2003: 171). Þessu ferli hafi verið að ljúka
þegar Ibn Hisan tekur saman ævisögu sína um Múhameð um 833 og
má meta hana sem mikilvægan áfanga í því ferli.
Samkvæmt Nevo er ofureðlilegt að marga texta úr gyðingdómi
og kristni sé að finna í Kóraninum. Þar sem lítið sem ekkert efni var
til á þessum tíma á arabísku, telur Nevo að þessa texta sé að finna í
sýrlensk-arameískum ritum. Þau hafi síðar þjónað sem hjálpartæki
í þróuninni að klassískri arabísku. Hún sé í grunninn sýrlensk-ara-
meísk mállýska en í fornöld og langt fram á miðaldir hafi arameíska
verið lingua franca í þessum menningarheimi. Innan hans hafi verið
til staðar mörg trúarrit sýrlensks kristindóms. Því kemur lítt á óvart
að í Kóraninum sé að finna efni sem tekur beina afstöðu til guð -
fræðilegra deilna innan kristindómsins á 7. og 8. öld, svo sem þrenn-
ingarlærdómsins og kristfræði Býsans sem fyrr segir. Af því dregur
Nevo þá ályktun að uppruna íslams sé ekki að leita á Arabíuskag-
anum heldur í Írak, þungamiðju ríkis Abbasída. Hér beri að greina
hjálpræðissöguna frá sögulegum veruleika því þegar átrúnaðurinn
66 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 66