Skírnir - 01.04.2017, Page 67
67sögurýnin og íslam
mótaðist hafi hjálpræðissögu þessa nýja ríkisátrúnaðar verið komið
fyrir á Arabíuskaganum. Í upprunamýtu íslamskrar hefðar er
sögusviðið og atburðarásin bundin við spámanninn Múhameð.
Áberandi sé að hann hefur svipuðu hlutverki að gegna og Móse í
gyðinglegri hefð: spámaður, löggjafi og leiðtogi (Nevo og Koren
2003: 67–71, 340–341, 354). En á 6. og 7. öld hafi Arabíuskaginn
verið strjálbýll og íbúar hans sárfátækir og því skort allar forsendur
til að þar hafi getað komið fram svo öflug hreyfing. Þar að auki hafi
hugtakið Arabar einkum verið notað um íbúa hins frjósama hálf-
mána.21
3.5 Sýrlensk-arameískur bakgrunnur Kóransins
Enda þótt Nevo og Koren hafi verið gagnrýnd fyrir rannsóknir
sínar er enginn reginmunur á þeim og meginatriðum í fræðilegri
um ræðu um uppruna íslams. Þegar á 19. öld og að nýju á síðari
hluta 20. aldar, með framlagi Wansbroughs, höfðu fræðimenn
dregið í efa að klassísk arabíska hefði miðlægt vægi á þessu tíma-
bili. Í bókinni Die syro-aramäische Lesart des Koran (Sýrlensk-
arameískur lestur á Kóraninum), sem út kom 2001, er sýnt fram á
að arameíska hafi verið ritmál þessa heimshluta langt fram á 9. öld.
Höfundurinn notar dulnefnið Christoph Luxenberg af ótta við
íslamista sem líklega muni mislíka framlag hans til gagnrýninnar
greiningar á helgiriti þeirra. Hugmyndir hans, sem oft og tíðum
þykja róttækar, hafa einnig verið gagnrýndar af vestrænum fræði-
mönnum, bæði í Þýskalandi og vestanhafs (de Blois 2003; Burgmer
2007; Kroes 2004; Neuwirth 2003; Wild 2010).
Luxenberg heldur því fram að þegar rætur Kóransins í arame ískri
málhefð séu virtar verði textinn víða skiljanlegri og sérstaklega þeir
hlutar sem áður þóttu torræðir. Mörg orð og vers og jafnvel heilu
kaflarnir séu af sýrlensk-arameískum uppruna þótt sjálft ritið sé
með arabískri skrift, og punktakerfi fyrir sérhljóða við arabísku
skírnir
21 Bók þeirra Nevo og Koren hefur fengið misjafnar undirtektir. Annars vegar
hefur hún verið harðlega gagnrýnd, sbr. Colin Wells 2004, og hins vegar lofuð
fyrir túlkun sína á sögulegum heimildum sem ekki hefur verið unnið með áður.
Sjá Cook 2006.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 67