Skírnir - 01.04.2017, Page 88
til Suður-Japans árið 1904,12 en hann starfaði sem skipslæknir á
Prins Valdemar, einu af flaggskipum danska Austur-Asíufélagsins.13
Steingrímur fæddist árið 1876 og var elsti sonur Matthíasar Joch-
umssonar. Hann stundaði læknanám í Kaupmannahöfn og komst í
þjónustu Austur-Asíufélagsins að loknu námi, 27 ára að aldri. Stein-
grímur var mikill ævintýramaður og hann leit á siglinguna til
Austur landa sem mikið happ (Steingrímur Matthíasson 1939: 7).
Steingrímur dvaldi aðeins einn sólarhring í Japan árið 1904, en hann
var athugull og fróðleiksfús, og ötull við að skrá niður hvaðeina sem
hann sá og heyrði á ferðum sínum. Í ferðinni kynntist Steingrímur
bæði fréttariturum heimsþekktra dagblaða og vel upplýstum heims-
hornaflökkurum svo fróðleikur af ólíkum toga fléttast inn í ferðap-
istla hans sem hann sendi vinum sínum, Bernharði Laxdal og Jóni
Stefánssyni, útgefendum norðlenska tímaritins Gjallarhorns. Þar
birtist greinaröð um ferðir Steingríms undir yfirskriftinni „Á ferð
og flugi“. Steingrímur var lipur penni og pistlar hans nutu mikilla
vinsælda. Árið 1939 voru ferðapistlarnir gefnir út í bókarformi
undir heitinu Frá Japan og Kína.
Meðan á siglingunni stóð ríkti mikil samkeppni milli Rússa og
Japana um yfirráð í Norðaustur-Asíu og því var andrúmsloftið
þrúgandi vegna yfirvofandi stríðsátaka, ekki síst í hafnarborginni
Port Arthur14 þar sem skipið lá í þrjár vikur. Þann 6. febrúar 1904,
þegar skipið var á leið til Japans, ritaði Steingrímur:
88 kristín ingvarsdóttir skírnir
12 Steingrímur nefnir hvergi að hann hafi fyrstur Íslendinga komið til Japans en
margt bendir til að hann sé sá fyrsti, a.m.k. sem sögur fara af. Margir þekktir —
og minna þekktir — íslenskir ferðalangar sigldu til Austurlanda á árum áður en
greinarhöfundur hefur ekki fundið heimildir um að þessir aðilar hafi komið til
Japans (eða haft mikil bein afskipti af Japönum). Dæmi um þekkta Asíufara fyrri
alda: Jón Ólafsson Indíafari (f. 1593) sigldi til Indlands 1622; Árni Magnússon frá
Geitastekk (f. 1726) hélt til Kína 1760; Eiríkur Björnsson víðförli (f. 1733) sigldi
til Kína 1763 og til Bengal (nú skipt milli Pakistans og Indlands) 1764; Svein-
björn Egilsson (f. 1863) sigldi m.a. til Ceylon (nú Sri Lanka) 1891; Jón Stefáns-
son Filippseyjakappi (f. 1873), barðist með Bandaríkjaher á Filippseyjum
1898–1899.
13 Austur-Asíufélagið var stofnað 1897 og var stórveldi í dönsku atvinnulífi á fyrri
hluta 20. aldar.
14 Hafnarborgin Port Arthur í Norðaustur-Kína heitir nú Dalian. Port Arthur var
mikilvæg fyrir hernað og viðskipti þar sem höfnin var íslaus á veturna.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 88