Skírnir - 01.04.2017, Page 93
93„frá sóleyjum“
blaðinu sem birtist í tilefni af áttræðisafmæli Octavíusar segir: „Séra
Octavíus talar ávallt með mikilli ánægju um starf sitt og dvöl í Japan.
[…] Þar var aðalstarfsferill séra Octavíusar og þar var mikið starfað
og dugnaðurinn geysilegur“ (H. Lorensen 1971: 23). Í grein í
Bjarma frá 1931 sem rituð var í tilefni af heimsókn Octavíusar og
fjölskyldu hans til landsins er tekið í sama streng:
Sra S. O. Thorláksson hefir reynst svo vel við kristniboðið, að formaður lút-
ersku trúboðanna í Japan nefndi hann einan sem fyrirmynd í síðustu
ársskýrslu sinni, og þegar allir amerískir kristniboðar í Japan völdu í fyrra
2 menn úr sínum hóp til að fara til Bandaríkjanna og eiga ráðstefnur við
stjórnir allra stærstu kristniboðsfjelaganna þar, þá var sr. S. O. Thorláksson
annar þeirra, sem þeir kusu. (Sigurbjörn Á. Gíslason 1931: 138)
Ólafur Ólafsson kristniboði, sem landsþekktur varð fyrir störf sín
í Kína á árunum 1921–1935, heimsótti Octavíus í Japan, fyrst á leið
til Kína árið 1921, síðan á leið til Íslands ásamt konu sinni Herborgu
Eldevik og börnum þeirra árið 1927. Í seinni heimsókninni bjó öll
fjölskyldan hjá Octavíusi um tveggja mánaða skeið (Þórarinn
Björnsson 1989: 42). Ferðalýsingar Ólafs um báðar heimsóknirnar
birtust í íslenskum tímaritum. Í fyrri ferðinni fór Ólafur til bæjar-
ins Nagoya með Octavíusi þar sem honum var tekið með miklum
virktum. Ólafi fannst mikið til um hve miklu Japanir höfðu áorkað
á skömmum tíma en hafði efasemdir um siðferðið og trúræknina.
Allur þessi „gljái“ væri varla guði þóknanlegur og hann skrifar:
„Þjóðin er heiðin, siðferðið spillt.“ Heimsókn þeirra félaga til jap-
anskrar fjölskyldu sem tekið hafði kristna trú, vakti þó með honum
von og hann undirstrikar „hve miklu sannur kristindómur getur
komið til leiðar“.20 Ólafur naut gestrisni fjölskyldunnar, fékk m.a.
ljúffengan japanskan kvölverð og fór í sjóðheitt japanskt bað, en
ekki fór þó betur en svo að hann svaf yfir sig og missti af skipinu sem
átti að ferja hann til Kína. Hann varð því að ferðast yfir hálft landið
með lest til að ná skipinu í Nagasaki í Suður-Japan.
Eftir seinni Japansferðina skrifaði Ólafur tíu blaðsíðna ferða -
sögu um báðar heimsóknirnar undir titlinum „Frá Sóleyjum“ sem
skírnir
20 Ólafur Ólafsson 1922: 21, leturbreyting í frumtexta.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 93