Skírnir - 01.04.2017, Page 97
97„frá sóleyjum“
(Gunnar F. Guðmundsson 2012: 388–389). Eftir mánaðardvöl í
landinu birtust a.m.k. kosti þrír pistlar eftir hann undir yfirskrift-
inni „Nihon no inshō“26 þar sem hann fjallaði um ásjónu borgar-
innar, japanskan mat og ýmislegt áhugavert sem fyrir augu bar. Í
síðasta pistlinum gerir Nonni að umtalsefni þá stórkostlegu reynslu
að hitta fyrir Japani sem töluðu hans ástkæra ylhýra móðurmál (Jón
Sveinsson 1937a–c).
Í Japan gekk Nonni undir heitinu „Svensson“ og þar naut hann
mikillar hylli vegna frægðar sinnar sem rithöfundur. Það segir sína
sögu að meðan á Japansdvölinni stóð hélt hann 56 fyrirlestra, þ.m.t.
við keisaralega háskólann í Tókýó27 og heimsótti keisarahöllina, en
það er heiður sem fáum útlendingum hlotnast. Hann notaði tæki-
færið og gaf börnum keisarahjónanna sex Nonnabækur. Þá fékk
hann persónulegt bréf frá forsætisráðherranum, prins Fumimaru
Konoe, og átti eftirminnilegan dag í boði stjórnvalda. Hann varð
vitni að því að þrjár bóka hans komu út á japönsku og hann var
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Sophia-háskólann á áttræðis-
afmæli sínu. Sú sæmd, sem Japanir sýndu Nonna, var honum mik-
ils virði, sbr. orð hans í bókinni Nonni í Japan: „Aldrei á ævi minni
hef ég kynnzt neinni þjóð á jörðinni, sem hefur auðsýnt mér slíka
alúð og kurteisi sem Japanar“ (Jón Sveinsson 1971: 139).
Þó að fréttir af dvöl Nonna hafi borist til Íslands í gegnum
bróður hans í Ameríku kemur á óvart að ekki hafi verið meira um
hana fjallað á Íslandi miðað við þá fádæma athygli sem hann vakti
og þá miklu umfjöllun sem hann — og Ísland fékk — á þessum fjar-
lægu slóðum. Það sem einna mesta athygli vakti hér á landi var
áhugi Japana á íslenskri tungu, en Nonni var frá sér numinn yfir því
að hitta fyrir í Tókýó bæði prófessor við Keisaralega háskólann sem
kenndi nemendum sínum íslensku og fornbókmenntir, sem og pró-
fessor við Sophia-háskólann „sem elskar íslenskuna svo mikið, að
hann á hverjum degi talar íslensku við mig“ (Bjarni Jónsson 1941:
419). Frásögn Nonna af heimsókninni í Keisaralega háskólann þar
sem Prófessor nokkur, Ichikawa að nafni, var að kenna nemendum
skírnir
26 Mætti þýða sem „Sýn mín á Japan“.
27 Heitir nú Tōkyō Daigaku (e. Tokyo University) og er virtasti háskóli Japana.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 97