Skírnir - 01.04.2017, Page 108
skó og gúmmístígvél.57 Töluverð samskipti áttu sér einnig stað á ár-
unum 1938–1939 vegna kaupa heildsölunnar Hjalti Björnsson &
Co á japönskum rennilásum, en bréfaskriftirnar milli heildsölunnar,
sendiráðsins og ræðisskrifstofu Dana í borginni Kobe spanna níu
mánuða tímabil.58 Öll viðskipti við Japan lögðust hins vegar af
skömmu síðar enda Japanir þá komnir í allsherjarstríð.
Lokaorð
Einungis örfá dæmi eru um að Japan eða japönsk fyrirbæri séu
nefnd í íslenskum heimildum fyrir miðja 19. öld, en með opnun Jap-
ans árið 1854 varð smám saman breyting þar á. Undir lok 19. aldar
og í upphafi þeirrar tuttugustu fór saman aukin útgáfa á samtíma-
efni á Íslandi; áhugi á Japan víða um heim og viðamiklar kynningar
á Japan og japanskri menningu á Vesturlöndum. Þessar aðstæður
stuðluðu að fjölbreyttari, tíðari og ítarlegri umfjöllun um Japan en
áður hafði þekkst. Nefna má að á öll helstu blöð og tímarit á Íslandi
fjölluðu ítarlega um stríð Japana og Rússa árin 1904–1905. Hlut-
deild Japans (og Austur-Asíu) í umfjöllun íslenskra blaða og tíma-
rita um málefni líðandi stundar virðist síst minni þá en á okkar
tímum.
Aðeins liðu u.þ.þ. 35 ár frá því að fyrsti Íslendingurinn, Stein-
grímur Matthíasson, kom til Japans þar til allir Íslendingar sem
sögur fara af í Japan og Austur-Asíu héldu heim vegna stríðsrekstrar
Japana. Í frásögnum Íslendinga sem kynntust Japan á þessum árum
fáum við nasasjón af þeim öfgakenndum sveiflum sem einkenndu
japanskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar. Um það leyti sem Stein-
grímur kom til Japans lá spenna í lofti vegna átaka Japana og Rússa
en með sigri Japana 1905 hófst stutt blómatímabil. Taishō-tímabilið
1912–1926, þekkt sem tímabil lýðræðis, einkenndist af framförum
á mörgum sviðum. Framleiðslugeta og útflutningur jókst ár frá ári
108 kristín ingvarsdóttir skírnir
57 Rigsarkivet; Tokyo, diplomatisk repræsentation; Gruppeordnede sager (aflev-
eret 1960); pakke 65; mappe 9.G.3., Islandske Handelsforspørgsler.
58 Rigsarkivet; Tokyo, diplomatisk repræsentation; Gruppeordnede sager (aflev-
eret 1960); pakke 65; mappe 9.G.1., Island: Kommercielle og økonomiske
forhold.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 108