Skírnir - 01.04.2017, Page 110
ingu; japanski herinn vann voðaverk í mörgum löndum Asíu, og
með því að ganga í hernaðarbandalag með Þjóðverjum og Ítölum
(1937) fjarlægðust Japanir fyrrum bandamenn sína. Á Íslandi, líkt og
víðar á Vesturlöndum, fór að bera á gagnrýnum skrifum um Japan
en neikvæð umfjöllun náði þó ekki að lita jákvæð viðhorf rithöf-
undarins Nonna þegar æskudraumur hans um að heimsækja Japan
rættist árið 1937. Þær höfðinglegu móttökur sem Nonni hlaut í
Japan, svo og kynni hans af Japönum í Tókýó sem töluðu ástkært
móðurmál hans, juku enn á hrifningu hans af landi og lýð. Íslensku -
kunnáttu Japana og áhuga þeirra á íslenskum fornbókmenntum
gerði Nonni að umfjöllunarefni bæði í íslenskum og japönskum
blöðum og tímaritum. Margt bendir til þess að Seiichirō Furuda hafi
verið meðal fyrstu Japana sem sótti Ísland heim, en hann kynntist
Nonna í Japan.
Með árásinni á Pearl Harbor 1941 voru Japanir komnir í stríð við
Bandaríkin og bandamenn. Þeirri atburðarás lauk með hinum
martraðarkenndu kjarnorkuárásum á borgirnar Hiroshima og Naga-
saki, 6. og 9. ágúst 1945. Japanir lýstu sig sigraða 15. ágúst 1945, enda
allar helstu borgir og bæir landsins rústir einar. Víg stöðvar seinni
heimsstyrjaldarinnar í Asíu voru, og eru enn, fjarlægar í hugum flestra
Íslendinga. Engu að síður höfnuðu nokkrir Íslendingar í hring iðu at-
burða stríðsátakanna. Nonni tók þátt í tíðum kveðjuathöfnum í
Sophia-háskólanum í Tókýó sem efnt var til fyrir japanska náms-
menn sem voru á leið á vígvöllinn. Um svipað leyti sigldi Oddný Sen
frá Kína til Íslands með börn sín til að flýja árásir Japana. Octavíus
náði einnig að flytja frá Japan ásamt fjölskyldu sinni örfáum vikum
fyrir árásina á Pearl Harbor en trúboðslæknirinn Steinunn Hayes og
bandarískur eiginmaður hennar lentu í haldi Japana í Austur-Kína.
Það er auðséð af fréttaskrifum og almennum skrifum, svo og
frásögnum Íslendinga sem dvöldust í Japan, að ímynd Japans og
Japana var hvorki einhlít eða statísk hér á landi. Umfjöllun um
Japan varð fjölbreyttari og tíðari um og eftir aldamótin 1900 og
tónninn í skrifunum sveiflast mjög í takt við stöðu og framgang Jap-
ana á alþjóðavettvangi. Það sem einna helst er sammerkt með allri
umfjöllun um Japan, og það sem kalla mætti sameiginlegt stef, er
hið „framandi“ Japan. Sú er ekki raunin lengur. Nú á dögum er
110 kristín ingvarsdóttir skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:23 Page 110