Skírnir - 01.04.2017, Page 120
Ég leit til hans; ég sá, að gríman hafði nú dottið af honum, og nú sá ég, að
hann var gamall munaðarseggur.
„Og þessar varir,“ sagði hann og lét dálítið bresta í vörunum, og ætlaði
bókstaflega að gleypa myndina í sig.“ (Stoker 2011: 45)
Drakúla greifi er í frumgerð verksins einbúi sem gengur hæglega í
hlutverk ökumanns og ráðskonu og er um margt fyrirtaks gestgjafi
en Valdimar Ásmundsson skapar vagnekil til að koma Jónatan að
höllinni og hina öldnu daufdumbu Nötru13 sem sér um þjónustu-
störf á heimilinu. Ein ástæðan fyrir þessum tilbúnu lágstéttarper-
sónum kann að vera sú að Valdimar lætur Drakúla vera miklu
uppteknari af valdastöðu fornra aðalsætta Evrópu en Drakúla frum-
textans er.14 Slíkur greifi verður trúverðugri með ekil og ráðskonu
sem sér um hefðbundin kvennastörf en einbúi sem gengur í verk
lægri stétta vandkvæða- og möglunarlaust.
Atriðin sem aðskilja Makt myrkranna og Drakúla eru annars
svo mörg og áhugaverð að vel mætti kanna þau í sérstakri ritgerð.
Hér skulu aðeins nokkur þeirra nefnd.
Í Makt myrkranna er þjónustustúlka Lúsíu myrt og lögreglan
kemur að rannsókn málsins en í Drakúla er henni aðeins byrluð
ólyfjan og lögreglan kemur aldrei að því máli. Morðin í Drakúla
virðast ótengd innbyrðis og vekja ekki athygli lögreglu eða al-
mennings sem tengd mál, en þau gera það í Makt myrkranna þar
sem Valdimar Ásmundsson skapar rannsóknarlögreglumanninn
Barrington sem fæst við þau (Stoker 2011: 161). Viðbót þessi gerir
að verkum að þar sem Drakúla er hrollvekja má líta á Makt myrkr-
anna sem sambræðing hrollvekju og rannsóknarlögreglusögu.
Aðrar persónur sem Valdimar skáldar upp eru til dæmis Morton,
frændi Lúsíu, Teller sem veitir Pétri Hawkins mikilvægar upplýs -
120 bjarni bjarnason skírnir
13 „… sem vakti hjá mér grun um, að hún væri dauf og dumb, eins og síðar kom í
ljós …“ (Stoker 2011: 21). Valdimar lætur hana líklega vera aldna og daufdumba
til að sú spurning vakni síður hjá lesandanum hvernig hún fær lifað óáreitt innan
um vampírur og apamenn í afskektum kastala Greifans.
14 Vart fer á milli mála í Makt myrkranna að aukið veraldlegt vald er lykilmarkmið
Drakúla greifa: „…að drottna ungi vinur minn, að drottna, það er það eina, sem
nokkurs er vert í lífinu, hvort sem menn drottna yfir vilja mannanna eða hjörtum
þeirra“ (Stoker 2011: 30).
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 120