Skírnir - 01.04.2017, Side 126
að skaparinn muni einhvernveginn klóra sig framúr vandamál um morgun-
dagins.
Varla hef ég legið leingur en mínútu þegar ég heyri flóttalegt fóta tak
utanaf bæarhlöðum, eru nú beitarhúsamenn komnir á kreik með höf uð ið?
(Halldór Laxness 1998: 197)
Beitarhúsamennirnir í Kristnihaldinu eiga margt sam eigin legt með
sígaununum og Slóvökunum í Drakúla, til dæmis það að hjálpa til
við að fragta handanheimsverur milli staða í þung um hirslum.
Í báðum sögum er spurningin um rasjónalisma og trú áleit in. Í
báðum bókunum koma himnesk fjöll við sögu. Snæ fellsjökull er
margsinnis notaður sem metafóra fyrir al mættið í Kristnihaldinu. Í
Karpatafjöllum er, samkvæmt landafræði Brams Stoker, snævi þak-
inn tindur sem nefnist Isten Szek, eða; Sæti guðs! (Stoker 1993: 14)
Síðast en ekki síst eru líkindin á milli Drakúla og Úu sterk. Ekki
nóg með að þau sofi bæði í lokuðum hirslum á köld um stöðum, séu
ódauðleg, afburðavel gefin, eigi til að vefja um sig þoku, geti um-
breyst í dýr og hafi sterkt kynferðislegt að dráttarafl, heldur eru þau
auk þess sviplík. Í Kristnihald inu segir svo um svip Úu: „Sé hægt að
kalla andlit sterkvaxið átti það við um konu þessa“ (Halldór Laxness
1978: 271). Í Drakúla segir um svip Greifans: „His face was a strong,
a very strong, aquiline“ (Stoker 1993: 23).
Helstu svipeinkenni beggja eru þau hve sterkleg þau eru,
nokkuð sem er ekki oft tekið fram um andlit, að minnsta kosti ekki
andlit konu.22
Varðandi margvíslegan mun á Úu og Drakúla greifa má kannski
helst nefna að ólíkt Drakúla þá er Úa geðþekk persóna, en það er í
samræmi við þá almennu þróun að vampírur urðu venjulegri og
126 bjarni bjarnason skírnir
22 „Hver sem virðir fyrir sér ljósmynd Sigríðar úr Vogum frá blómaskeiði ævi
hennar geingur þess ekki dulinn að myndin er af glæsilegum kvenskörúngi eins -
og einlægt hafa verið til á Íslandi, og ekki í fornsögum einum; þó stundum kanski
ekki nema ein og ein á öld, […] Það var ljósmynd þessarar konu sem ég hafði fyrir
mér þegar ég var að gera tilraun til að lýsa Úu í Kristnihaldinu“ (Halldór Lax-
ness 1975: 158). Í þessari ritgerð er einblínt á tengsl Kristnihaldsins við Makt
myrkranna og Drakúla og reynt að sýna fram á þau. Fjölmarga aðra áhrifavalda
má þó nefna í tengslum við Kristnihaldið, suma ótvíræða eins og sést í dæminu
hér að ofan.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 126