Skírnir - 01.04.2017, Page 127
127venus helena
mannlegri í bókmenntum eftir því sem lengra leið frá útkomu
Drakúla.23
Ef til vill hafa þau Úa og Drakúla einhvern tíma hist á Íslandi. Að
minnsta kosti er minnst tvisvar á Ísland í Dra kúla. Í fyrra skipt ið
státar Drakúla sig af því að vera skyldur Íslendingum með þess um
orðum:
We, Szekelys24 have a right to be proud, for in our veins flows the blood
of many brave races who fought as the lion fights, for lordship. Here, in
the whirlpool of European races, the Ugric tribe bore down from Iceland
the fighting spirit which Thor and Wodin gave them, which their Berser-
kers displayed to such fell intent on the seabords of Europe … (Sto-
ker1993: 33)
Stílatriði sem verkin eiga sameiginleg er að bæði henta svo vel til
sviðsetningar að nánast óþarfi er að breyta þeim í leik hand rit, leik-
arar geta skipt með sér hlutverkum og lesið beint upp úr bókunum.
Bendir þetta til þess að áralangt sýsl Halldórs við leikritsformið árin
áður en hann ritaði Kristnihaldið hafi haft áhrif á nálgun hans. Bram
Stoker var aðstoðarmaður eins kunnasta leikara Lundúna þeirra
tíma, Sir Henrys Irving (1838–1905), og sá um fjármál Lyceum-leik-
hússins. Var Drakúla sett þar á svið einu sinni áður en sagan kom
út. Talið er að hann hafi reynt að telja Irving á að þeir settu verkið
aftur á fjalirnar eftir að sagan birtist á prenti, og að hann léki þá
Greifann, en margir sjá útlitseinkenni leikarans í Greifanum og gera
því skóna að Stoker hafi þannig alltaf haft hann í huga sem túlk-
anda Drakúla á sviði (Miller 1997: 174–176).
Þegar allt er dregið saman má benda á tólf mikilvæg atriði sem
tengja bækurnar saman:
1. Umboðsmaður fer á heimsenda og kynnist fólki sem aðhyll-
ist eigið tilbrigði við kristna trú.
skírnir
23 “In contrast to the “evil-by-definiton” vampire of Victorian times, today’s fic-
tion has created a niche of vampires who are attractive, sympathetic, and even
nice. One contributing factor is the shift in our attitudes toward individualism,
rebellion, and sexuality” (Miller 1997: 26).
24 Héðan fær Valdimar nafn sitt á greifann: Székély.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 127