Skírnir - 01.04.2017, Page 139
139við og hinir
Ný tíð eftir stríð
Áður en rýnt er í hugmyndaheim þjóðernishyggjunnar og leitast
við að greina á milli ólíkra gerða þjóðernispopúlisma er rétt að
skoða fyrst þróunina í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld. Styrjö ldin
leiddi til allsherjar uppgjörs í stjó rnmá lum álfunnar og markaði um-
skipti í rí kjakerfi heimsins. Löndin voru í rú stum og fó lkið í sá rum.
Hugmyndir um að brjó ta niður mú ra og tengja í bú ana ó rjú fan-
legum bö ndum í náinni samvinnu þvert á landamæri fengu þá mik-
inn byr. Síðan hefur viðleitnin verið í þá á tt að formbinda alþjó ða -
samstarf í fjö lþjó ðlegum stofnunum og á hersla lö gð á að samskipti
ríkja byggist á alþjó ðalö gum sem hvíli á formlegum sá ttmá lum milli
rí kja og samtaka þeirra. Við tók nýtt ríkjakerfi reist á alþjóða lö gum
og skuldbindandi þá tttöku í alþjó ðastofnunum á borð við Sam-
einuðu þjó ðirnar, Atlantshafsbandalagið, Alþjó ða viðskiptastofn-
unina, Evró purá ðið og Evro pusambandið.
Við þessi umskipti var fólk frá fjarlægari svæðum boðið vel-
komið til Evrópu til að taka þátt í uppbyggingunni eftir stríð. Það
vantaði vinnufúsar hendur. Þetta er grundvöllur hinnar svokölluðu
fjölmenningarstefnu í Vestur-Evrópu sem flestir þeirra flokka er
hér um ræðir setja sig einkum upp á móti. Þessar vinnufúsu hendur
voru só ttar til ná lægra svæða, svo sem til Mið-Austurlanda og
Norður-Afrí ku. Með straumi verkafó lks frá framandi menningar-
heimum urðu samfélö g Evró pu fjö lbreyttari, til dæmis hvað varðar
á sý nd fó lks, trúmá l, tó nlist og matarmenningu. Fjölmenningarlegt
samfélag skaut þá um leið ró tum. Samt hefur Evrópa aldrei verið
sérlega einsleit þegar nánar er að gáð. Lengst af var álfan byggð fó lki
af ó lí kum uppruna, svo sem germö nskum, keltneskum, latneskum,
slavneskum, hellenískum, ú rölskum, illý rískum og þrasiískum
menningarheildum. Íbúar Evrópu tala hartnær hundrað ólík tungu-
mál og trúarlegur fjölbreytileiki hefur ávallt einkennt álfuna og
gengið þvert á mö rk þjó ðernishó pa svo sem kaþó lska, mó tmæl-
endatrú og ré tttrú naðarkirkjan auk ví ðfeðmra á hrifa gyðingdó ms
og íslams um aldir.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 139