Skírnir - 01.04.2017, Page 143
143við og hinir
Við þessar aðstæður varð vitaskuld stutt í að óprúttnir stjórn-
málamenn færu að ala á ótta í garð útlendinga; fram kom ný tegund
pólitíkusa sem sögðu fjö lmenningu ó gna vestrænni menningu sem
bæri hö fuð og herðar yfir aðra menningarheima, suma hverja æði
framandi sem stunduðu jafnvel pyntingar, þrælahald, kvennakú gun,
hommahatur, gengjavæðingu og misþyrmingu á kynfærum kvenna
— líkt og hollenski heimspekingurinn Paul Cliteur (2011) orðaði
það. Hér er kominn sá menningarlegi rasismi sem aðgreinir þjóð -
ernis popúlista nútímans frá fasistum fyrri tíðar.
Önnur bylgjan
Næsta bylgja í framgangi hægri sinnaðra þjóðernispopúlista í
Evrópu náði hámarki við fall Berlínarmúrsins og í aðdraganda
stækkunar Evrópusambandsins. Einkum þó í andstöðu við það að
fólk austan úr álfu leitaði sér vinnu og lífsviðurværis í vestri. Þá fóru
á flug hreyfingar á borð við Frelsisflokk Jörgs Haider í Austurríki,
Flæmsku blokkina í Belgíu, Alþýðuflokk Sviss og Norðurbanda-
lagið á Ítalíu svo nokkrir flokkar séu nefndir. Hér má líka nefna
Frelsisflokk Geerts Wilder í Hollandi sem tók við af lista Pims For-
tyn, en sérstaða þeirra hollensku var sú að segjast málsvarar hins
niðurlenska frjálslyndis gegn umburðarleysi múslima. Svo virtist
hins vegar sem frjálslyndið afmarkaðist einkum við það sem þegar
væri viðurkennt innanlands og einkenndi núorðið Holland, sem
sagt hvað snerti kynlíf og vímuefni, en takmarkaðist við viðhorf
annarra menningarheilda sem féllu utan hins skilgreinda frjáls-
lyndis.
Þetta var líka tími herskárra snoðinkolla, svo sem í Bretlandi,
Þýskalandi og um alla Skandínavíu, marserandi í hermannaklossum,
æpandi nasísk heróp og skartandi fasískum táknmyndum svo sem
svastíku, tattúum og þórshamri. Önnur bylgjan reis með öðrum
orðum að hluta til í andstöðu við stækkun Evrópusambandsins til
austurs og atvinnuréttindi fólks frá Austur-Evrópu í vestri. En
austar í álfunni komu einnig fram margar mjög ofbeldisfullar hreyf-
ingar, svo sem Jobbik-hreyfingin í Ungverjalandi. Sumir þeirra
flokka sem fram komu á þessum tíma voru bara bulluflokkar —
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 143