Skírnir - 01.04.2017, Page 154
tveimur fyrri áratugum hefði menningarlegur rasismi, sem áður var
kyrfilega falinn undir niðri, hægt og bítandi borist upp á yfirborð
danskra stjórnmála. Fordómar í garð framandi fólks féllu í frjóan
svörð í Danmörku og fór vaxandi vítt og breitt um landið á níunda
áratugnum. Svo var sjálft frjálslyndið talið réttlæting þess að líta á
útlendinga sem ógn við dönsk þjóðareinkenni. Fram var komin
krafa um menningarlega einsleitni og áhersla lögð á dyggð danskra
gilda (d. danske verdier). Hægt er að taka nokkur dæmi ummæla í
þessa veru.
Á miðjum níunda áratugnum líkti fyrrnefndur Mogens Glistrup
múslimum í Danmörku, sem flúið höfðu Írak-Íran-stríðið, við
„dropa af arseniki í tæru vatnsglasi“ (Wren 2001). Hér er strax
komin hugmyndin um hina hreinu Dani og eitruðu útlendinga.
Evrópu þingmaður Danska þjóðarflokksins, Mogens Camre, sagði
fyrir kosningarnar 2001 að íslam væri hugmyndafræði hins illa og
að múslimar kæmu til Danmerkur í þeim tilgangi að taka landið yfir
(Klein 2013). Fyrir vikið rauk flokkur hans upp í fylgi. Kosninga-
herferð flokksins hafði hverfst um höfuðbúnað múslimakvenna. Í
mest birtu auglýsingunni stóð þetta yfir mynd af slæðuklæddri
konu: „Þín Danmörk? Fjölmenningarlegt samfélag með hópnauðg -
unum, kúgun kvenna og gengjaglæpum. Vilt þú það?“ (Klein 2013).
Árið 2010 vildi leiðtogi Þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, banna
gervihnattadiska í innflytjendahverfum svo unnt væri að úthýsa
sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Þá má nefna að í árslok 2015 lagði
talsmaður flokksins í utanríkismálum, Søren Espersen, til að NATO
hæfi sprengjuárásir á borgaraleg skotmörk í Sýrlandi, einkum þar
sem konur og börn héldu til (Espersen 2015). Þannig átti að sigra
ISIS. Mörg dæmi eru um slík ummæli úr sömu átt.
Frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram á áttunda áratuginn
töldust slík ummæli til jaðarsjónarmiða, en nú eru þau viðtekin í
Danmörku. Öndverð orðræða er núorðið vandfundin. Innflytj-
endalöggjöfin er orðin ein sú strangasta á Vesturlöndum og víðtæk
sátt um að herða hana enn frekar. Meira að segja sósíaldemókratar
og Sósíalíski þjóðarflokkurinn samþykkja það. Aðeins er tekist á
um útfærslur. Í fræðilegri umræðu er Danski þjóðarflokkurinn
óumdeilt settur í flokk popúlískra þjóðernishreyfinga sem að undan-
154 eiríkur bergmann skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 154