Skírnir - 01.04.2017, Side 169
169að nema land með nafni
Í sömu grein var rætt við tvo aðra menn, sem einnig voru valda-
miklir, hvor á sínu sviði: Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar, sem fannst við hæfi að eyjan héti eftir kokkinum Ólafi,
Ólafsey, og Stefán Jónsson fréttamann sem þótti maður málhagur.
Hann var sammála Pétri og taldi að samkvæmt öllum gömlum
venjum ætti Óli Vestmann kokkur heimtingu á að fá eyjuna nefnda
eftir sér, Kokksey eða Óley. Þess má geta að Stefán var þekktur
háðfugl og raunar er það ekki óalgengt að tillögur að nafngiftum
séu orðaðar í hálfkæringi eða kald hæðni. Í lok greinarinnar voru
talin upp nokkur nöfn sem skotið höfðu upp kollinum hér og þar
að því er virðist: Erey sem hægt væri að breyta í Varey ef eyjan
hyrfi, Bjarnaey eftir Bjarna Benediktssyni forsætis ráðherra sem tók
við embætti sama dag og gosið hófst eða Suðurey vegna legu hennar
í hafinu suður af Vestmannaeyjum.
Daginn eftir, 17. nóvember, var enn ekkert lát á gosinu og eyjan
orðin 45 m há og 500 m löng. Sjálfsagt hefur mönnum þá verið ljóst
að hún væri komin til að vera. Almenningi hafði gefist kostur á að
senda tillögur að nafni til Alþýðublaðsins og hlóðust þær upp ekki
síður en gosefnin og birtust í grein þennan dag undir yfirskriftinni
„Hvað skal eylandið heita?“ Ekki er ljóst hversu margir hringdu inn
en langflestum þótti sjálfsagt að Óli Vestmann kokkur ætti að njóta
þess heiðurs að fá eyjuna nefnda eftir sér, helst Kokksey, Ólafsey eða
Óley. Útgerðar maður í Hafnarfirði hafði samband og stakk upp á
Síldarey, enda ekki langt frá hrygningarstöðvum síldarinnar og gæti
nafnið einnig orðið góð auglýsing fyrir síldveiðar Íslendinga („Hvað
skal eylandið heita?“ 1963: 1). Í því sambandi má geta þess að með til-
komu Surtseyjar færðist fiskveiðilögsaga Íslendinga aðeins út,
reyndar á góð síldarmið (Halldór Sigurðsson 1963: 10; Lög um land-
helgi, efnahagslögsögu og landgrunn nr. 41/1979).
Þremur dögum síðar stingur lesandi upp á því í Velvakanda
Morgunblaðsins að eyjan verði nefnd Hóllinn, en það var nafn á
fiskimiðum á þessum stað sem sjómenn höfðu sótt um áratugi
(„Réttasta nafnið á eynni?“ 1963: 6). Hér kemur í ljós athyglisvert
sjónarmið sem skaut upp kollinum nýlega þegar gaus í Holuhrauni.
Það er nefnilega álitamál hvort nafn eigi einfaldlega að vísa til
staðarákvörðunar — eins og ákveðið var í tilfelli Holuhrauns, þ.e.
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 169