Skírnir - 01.04.2017, Page 171
171að nema land með nafni
C23). Í frétt um málið á sínum tíma er eyjan kölluð Gosey, eins og
þá var hvað almennast, en á einum stað í sömu frétt er hún kölluð
Frakkaey innan sviga og í lok greinar kallar blaða maður eyjuna
reyndar Frakkey svigalaust, kannski til að skaprauna Vestmanna-
eyingum („Stigu fyrstir á land“ 1963: 1 og 5).
Til eru heimildir um að Vestmannaeyingar hafi verið afar gramir
út í Frakkana fyrir tiltækið — sem bókstaflega var litið á sem land-
nám Frakka á undan Íslendingum, og það sem verra var, á undan
Vestmannaeyingum.2 Daginn eftir að heitið Frakkey birtist fyrst
bar blaðamaður Alþýðublaðsins það undir Halldór Halldórsson
málfræðing sem átti sæti í örnefnanefnd. Honum hafði reyndar líka
dottið nafnið í hug, það væri jú óvitlaust þar sem „frakkir Frakkar“
hefðu orðið fyrstir til að stíga þar á land. Hann kaus þó að tjá sig
ekki um það hvernig hann myndi úrskurða sem nefndarmaður í ör-
nefnanefnd („Frakkey!“ 1963: 1).
Önnur stórtíðindi urðu svo fjórum dögum eftir að Frakkar
námu land í eynni, þann 10. desember. Þá tilkynnti menntamála-
ráðuneytið nafn á eyjunni, en áður mun það hafa óskað eftir til-
lögum frá örnefnanefnd þess efnis. Lagt var til að gígurinn skyldi
heita Surtur en eyjan Surtsey. Rétt þótti að eyjan drægi nafn af
gígnum eða eldstöðinni ef svo færi að hún myndi hverfa, sem útlit
var fyrir framan af og spár langt fram í tímann gera reyndar ráð
fyrir. Skýring fylgdi á því hvaðan nafnið væri fengið en Surtur er jöt-
unn, nefndur í Völuspá (og fleiri fornum bókmenntum). Hann
byggði undirheima og réð sérstaklega yfir eldi. Vísað var í nafn
Surtshellis og til stuðnings bent á greinargerð um eðli Surts í riti
Sigurðar Nordals um Völuspá. Bæði nöfnin þykja nefndinni „ís-
lensk kjarnyrði sem fara vel í munni“. Surtur kom úr suðri og hin
nýja ey er syðsta eyja Íslands. Þá er hún kolsvört og því þótti nefnd-
ar mönnum Surtsnafnið eiga vel við („Eyjan heiti SURTSEY“ 1963:
16). Halldór Halldórsson greindi síðar frá því að þeir Sigurður Þór-
arinsson hefðu reynt að finna eyjunni nafn sem væri þjóðlegt og
skírnir
2 Sjá t.d. Ómar Garðarsson 1991: 30. Í þessu viðtali tekur Páll Helgason, ferða -
frömuður ársins 1990, fram að hann ásamt vinum sínum hafi verið fyrstur til að
stíga í land, bæði á Syrtlingi og Jólni, en það voru litlar eyjar sem mynduðust í
sama gosi og hurfu aftur í hafið.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 171