Skírnir - 01.04.2017, Page 172
helst dálítið frumlegt, „laust við alla lágkúru“ (Halldór Halldórsson
1993a: 5). Ekki mundi hann þó hvor þeirra átti upprunalegu hug-
myndina að nafninu. Gosstöðvar norðaustur af eyjunni voru síðar
nefndar Surtla, líklega af Sigurði Þórarinssyni. Syrtlingur, smáeyja,
varð til í gosi 1965 heldur nær Surtsey. Nokkrar deilur urðu innan
nefndar um hvort nafnið Surtungur væri heppilegra, en sú umræða
dó drottni sínum þegar eyjan hvarf í hafið fljótlega eftir fæðingu
(Halldór Halldórsson 1993b: 13).
Eftir að Surtsey hafði verið nefnd formlega náði atburðarásin
hámarki, nánar tiltekið föstudaginn 13. desember, með mikilli
svaðilför nokkurra Vestmannaeyinga sem sigldu út í hina nýnefndu
eyju og gengu á land með skilti með því nafni sem þeir töldu hæfa
henni best, Vesturey. Það hafði, eftir því sem næst verður komist,
ekki verið nefnt áður í umræðunni þótt því sé haldið fram að raddir
hafi verið uppi um það í Eyjum allt frá því að eyjan varð til („Fer-
lega ljótt og óþjált“ 1964: 1). Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var sá
að mótmæla úrskurði örnefnanefndar. Vestmannaeyingarnir lentu
í miklum hrakningum og var bjarg að við illan leik, bæði var sjólag
við eyjuna mjög erfitt og öðruvísi en þeir áttu að venjast við aðrar
eyjar, jafnframt var eldgosið í fullum gangi og Surtur „yggldi sig
við landgönguna“ sem sumir túlkuðu síðar þannig að hann hefði
verið að mótmæla aðgerðunum og þar með Vestureyjarnafninu.
Mikið var fjallað um þessa ferð í fjölmiðlum, yfirleitt á þeim nótum
að hún hefði verið fífldirfska og sjálfsmorðsför, og þótti Vest-
mannaeyingum yfirleitt á sig hallað í fréttaflutningi — sennilega og
ekki síst vegna þess að í fréttum af landgöngunni var eyjan jafnan
kölluð Surtsey en ekki Vesturey.3
Þremur dögum síðar gengu vísindamenn loks á land í Surtsey:
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og Þorbjörn Sigurgeirsson
eðlisfræð ingur. Í ferðinni mun Sigurður Þórarinsson hafa skilið
húfu skúfinn sinn eftir viljandi („Lagði niður húfuskottið …“ 1963:
1) en hann hafði áður ætlað að vera búinn að éta hann vegna
veðmáls sem hann tapaði um snjóþykkt í Mýrdalsjökli („Mesta
172 birna lárusdóttir skírnir
3 Sjá t.d. Karl Grönvold 1963: 8–9. Um hlið Vestmannaeyinga, sjá Guðjón Ármann
Eyjólfsson 1963.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 172