Skírnir - 01.04.2017, Page 176
lega Vestureyjarnafni. Jóhann víkur einnig að réttinum til að nefna
og bendir á að frá ómunatíð hafi landeigendur haft óskoraðan rétt
til að nefna og ákveða örnefni en nú grípi nefnd inn í og stuðli meira
að segja að nafnleysum, enda hljómi nýja eyjarnafnið oft sem „Suss -
ey“. Hér kemur fram athyglisverð sýn á réttinn til að nefna, þ.e. að
meira að segja Vestmannaeyingar geti verið misvel til þess fallnir
eftir því hve lengi þeir hafi búið í Eyjum.
Páll svarar Jóhanni þann 5. júní og þykir hann greinilega heldur
öfgafullur og dramatískur. Hann stendur fast á sínu og bendir enn
á kosti Surtseyjarnafnsins. Hann víkur m.a. að eignarhaldinu:
„… réttast fyndist mér, að örnefnanefnd hefði einkaleyfi til örnefna
á Surtsey, þessari kæru og óumdeilanlegu alþjóðar nýlendu.“ Páll
telur m.ö.o. að eyjan tilheyri ekki bara Vestmannaeyjum þótt hún
sé innan þeirra lögsögu, heldur þjóðinni allri (Páll H. Árnason
1964b). Sömuleiðis er áhugaverð sú hugmynd að örnefnanefnd eigi
að hafa einkaleyfi til nafngifta.
Í sama tölublaði Fylkis svarar Jóhann Pálsson Sverri nokkrum,
sem líka var fylgjandi Surtseyjarnafninu, og finnur honum það helst
til foráttu að vera aðfluttur (fæddur í Reykjavík). „Láttu okkur
Vestmannaeyinga eina um afgreiðslu þessa máls, við höfum ætíð
leitt okkar mál bezt til lykta sjálfir án utanaðkomandi áhrifa og á
þar við máltækið: Sjálfs er höndin hollust“ (Jóhann Pálsson 1964b).
Jóhann reynir annars að láta líta svo út sem hann hafi opinn huga
gagnvart öðrum nöfnum en Vesturey og nefnir t.d. Ægisey, Fagur -
ey, Furðuey, Undraey, Djúpey og Sólarey.
Þessi orðaskipti virðast ekki hafa haft áhrif. Svo er að sjá sem
baráttan um nafnið hafi hér verið töpuð og eyjan jafnan kölluð
Surtsey. Þó virðast Vestmannaeyingar ekki hafa gefið upp alla von
um að geta kastað eign sinni á eyjuna á táknrænan hátt og í nóvem-
ber 1964, þegar nær ár var liðið frá því að gos hófst, er skorað á þá
í pistli í Fylki að verða fyrstir til að reisa hús í eyjunni, ekki síst þar
sem þeir hafi látið erlenda gesti „verða fyrsta til að nema land á
þessum nýfædda útverði okkar“ („Bæjarfréttir …“ 1964: 4). Skála
þennan leggur höfundur til að eigi að opna öllum á ársafmæli hins
nýborna eylands. Ekkert varð úr þessum áformum. Eyjan var
friðlýst árið 1965 og hefur síðan fyrst og fremst verið rannsóknar-
176 birna lárusdóttir skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 176