Skírnir - 01.04.2017, Page 179
179að nema land með nafni
með tillögunni hafi Vestmannaeyingar verið að helga sér eyna á
táknrænan hátt — ekki bara með því að fá að ráða nafninu heldur
með því að velja nafn sem félli að þeirra hugmyndakerfi (sbr. Suður-
eyjar, Austureyjar) og hentaði ekki síst sjómönnum. Vestureyjar-
nafnið er þannig táknrænt fyrir ákveðið sjónarhorn og af umræðum
að dæma ekki endilega allra Vestmannaeyinga heldur þess hóps sem
þar er ráðandi: Sjómenn, helst innfæddir, jafnvel ekki með háskóla-
menntun, ef marka má orð Jóhanns Pálssonar. Líta má á ferðina út
í eyna með Vestureyjarskiltið sem hluta af því ferli Eyjamanna að
gefa henni nafn og styrkja um leið sína eigin sjálfsmynd. Þar voru
þeir að styrkja ímynd sína með því að gangast undir þrekraun sjó -
mannsins í erfiðum aðstæðum og festa nafnið við eyna í bókstaf-
legum skilningi (með því að reka niður skilti) og „nema land“ um
leið. Slík ferð hefði getað orðið efni í góða landnámssögu sem bæði
hefði rennt styrkari stoðum undir nafnið og styrkt ímynd Eyja-
manna — ef hún hefði ekki endað eins illa og raun bar vitni.
Surtseyjarnafnið var til marks um það að ráðandi öfl — ríki,
fræðimenn, örnefnanefnd — vildu stórkostlegra nafn sem náð gat út
fyrir kerfi Eyjamanna. Augljóslega er Surtsey lærð nafnmyndun og
fann helsti fulltrúi Eyjamanna, Jóhann Pálsson, óspart að því. Nafnið
stendur fyrir menningarsöguleg gildi sem Íslendingar eru stoltir af og
haldið er á lofti — heimsmynd norrænnar goðafræði og fornbók-
menntir. Þetta menningarkerfi hefur ekki bara djúpa menningar-
sögulega vísan í íslensku samfélagi heldur einnig utan landsteinanna,
og það skipti máli því að gosið var heimsviðburður og vísindamenn
víða um heim sýndu því áhuga. Því má kannski segja að nafngiftin
hafi verið fyrsta skref í þá átt að ríkið tæki sér vald yfir eynni, en eins
og áður sagði var hún friðlýst árið 1965 og hefur síðan einungis verið
opin tiltölulega fáum útvöldum vísindamönnum. Deilan um nafnið
var því deila um völd, aukið vald Reykja víkur og vaxandi stéttar vís-
indamanna gagnvart landsbyggð inni, deila utanaðkomandi sérfræð -
inga andspænis innfæddum sjómönnum eða „sjóhlunkum“ eins og
það var orðað. Þetta endur speglaðist í samtökunum tveimur, Surts-
eyjarfélaginu (sem vísindamenn áttu frumkvæði að) og Vestureyjar-
samtökunum í Vestmannaeyjum. Þannig snýst málið um átök ólíkra
hugmyndakerfa, annars vegar opinberrar sjálfsmyndar þjóðarinnar
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 179