Skírnir - 01.04.2017, Page 193
SALVÖR NORDAL
Notkun lífsýna úr
látnum einstaklingum, friðhelgi
einkalífsins og réttur barna
Þann 18. janúar 2017 samþykkti Hæstiréttur í máli nr. 866/2016,
Björn Guðmundsson gegn Jóni og Jóhannesi Nordal, kröfu sókn-
araðila um að gerð yrði mannerfðafræðileg rannsókn til að komast
að því hvort faðir Jóns og Jóhannesar, Sigurður Nordal, væri faðir
Björns. Einungis þrír dómarar Hæstaréttar dæmdu í málinu og var
niðurstaðan einróma. Með dómnum var í grundvallaratriðum vikið
frá fyrri fordæmum Hæstaréttar um það hvaða kröfur eigi að gera
til slíkra beiðna og snúið við vel rökstuddri niðurstöðu héraðsdóms
frá 23. desember 2016 þar sem kröfunni var hafnað. Samkvæmt
niðurstöðu mannerfðaprófs, sem gert var á meinafræðideild Land -
spítalans og dagsett er 2. mars 2017, „útilokast Sigurður Nordal frá
því að geta verið faðir Björns Guðmundssonar“. Þessi niðurstaða
staðfesti grun fjölskyldu Sigurðar um að krafa Björns væri langsótt
enda var hún hvorki studd gögnum né frásögn móður hans. Við
fyrirtöku í héraðsdómi 13. mars, eftir að niðurstaða mannerfða prófs -
ins lá fyrir, var mál Björns gegn bræðrunum fellt niður.
Mál þetta vekur margar áhugaverðar spurningar um réttmæti
erfðaprófa á látnum einstaklingum, notkun lífsýnasafna, friðhelgi
einkalífsins, rétt barna til að vita erfðafræðilegan uppruna sinn, um
sönnunarbyrði og staðreyndir í málum sem þessum. Ekki tókst
betur til en svo við birtingu dómsins að nöfn aðila voru gerð opin-
ber af hálfu Hæstaréttar þrátt fyrir ákvæði í lögum um að dómar í
faðernismálum skuli ekki vera birtir með nöfnum. Forseti Hæsta-
réttar harmaði mistök réttarins og baðst afsökunar á þeim í bréfi til
hlutaðeigandi, dagsettu 26. janúar, en það breytir ekki því, eins og
gjarnan er um rof á friðhelgi einkalífsins, að þegar gögn hafa verið
Skírnir, 191. ár (vor 2017)
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 193