Skírnir - 01.04.2017, Page 199
199notkun lífsýna úr látnum …
valdinu eða öðrum (Salvör Nordal 2007).
Eins og áður er getið telur Hæstiréttur að réttur barns til að
þekkja erfðafræðilegan uppruna sinn sé byggður á rétti einstaklings
til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þó margt falli undir
friðhelgi einkalífsins, og þessi réttindi séu oft gagnrýnd fyrir að vera
of víð og óskýr, má velta því fyrir sér hvort þessi túlkun standist,
einkum í þeim tilfellum þegar um er að ræða löngu látna einstak-
linga. Í greinargerð með frumvarpi að breytingum á stjórnarskip-
unarlögum og fylgdi þegar ákvæðið um friðhelgi einkalífsins var
sett inn í stjórnarskrá 1995 er tekið fram að með fjölskyldu sé „átt
við fjölskyldutengsl í víðtækum skilningi, svo sem samband barns
og foreldris sem fer ekki með forsjá þess. Við skilnað foreldra og
sambúðarslit nýtur þannig gagnkvæmur umgengnisréttur barns og
þess foreldris, sem ekki fer með forsjá, verndar ákvæðisins“ (Alþingi
1994). Réttur barns til að vera feðrað og réttur barns til umgengni
við báða foreldra er síðan staðfestur í barnalögum nr. 76/2003 en
þar felur réttur til friðhelgi fjölskyldu í tilfelli barna meðal annars í
sér rétt til að þekkja, umgangast og njóta stuðnings beggja foreldra.
Ekki verður séð að vísað sé til réttar erfðafræðilegs uppruna, þó að
feðrun barns feli í flestum tilvikum í sér erfðafræðilegan skyldleika.
Til að tryggja umræddan rétt er í barnalögum lögð sú skylda á
móður að feðra barn, enda veit hún best hver er erfðafræðilegur
faðir, og er þá vísað til þeirra hagsmuna barna að þekkja og um-
gangast föður sinn. Þessir hagsmunir eru ríkir, ekki síst á fyrstu
árum barnsins á meðan það er að þroskast og komast til manns en
í athugasemdum með barnalögum er lögð áhersla á rétt barns til að
þekkja báða foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og samvista við
þau bæði. Þetta leggur þá jafnframt þær skyldur á föður að um-
gangast barnið og taka þátt í framfærslu. Í þessu samhengi er ástæða
til að gera greinarmun á skyldunni til að feðra barn og skyldu til að
feðra barnið rétt, þ.e. að skráður faðir sé nauðsynlega erfðafræði -
legur faðir. Ef barn hefur rétt á að vera rétt feðrað eða þekkja erfða -
fræðilegan uppruna þá leggst sú skylda á móðurina. Í barnalögum
er gengið út frá svokallaðri pater est reglu en samkvæmt henni er
maður í sambúð eða hjúskap sjálfkrafa faðir þess barns sem kona
hans fæðir en ekki þurfi að feðra barnið sérstaklega. Hann er þó
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 199