Skírnir - 01.04.2017, Page 209
20974 dagar í völundarhúsi valdsins
að ganga í umbótum á landbúnaðar- og sjávarútvegskerfi? Hvað
ætti að gera í Evrópumálum og stjórnarskrá og ekki síst þurfti að
finna út hvert hugur flokkanna stæði til fjárlaga — hversu mjög væri
hægt að hækka framlög til heilbrigðis- og menntamála — og hvernig
ætti að fjármagna það, ekki bara í ár, heldur á kjörtímabilinu öllu?
Fyrri umræður höfðu strandað áður en byrjað var að semja um
ríkis fjármál, þar voru flokkarnir ekki allir á sömu blaðsíðu. Það
voru því bæði málefnalega og tilfinningalega ýmsir lausir endar.
Tímaþröngin var meiri og umgjörðin stífari en ákjósanlegt væri,
en fyrst forsetinn hafði ákveðið sig var ekki um annað að ræða en að
Pírötum heppnaðist ætlunarverkið. Þríhöfða stjórnarmyndunarfor-
ysta þeirra var brotin upp og Guðni bað Birgittu Jónsdóttur að koma
eina út á Álftanes. Hún var skiljanlega upp með sér og auð mjúk
gagnvart viðfangsefninu, uppreisnarpólitíkusinn var að fá mikla upp-
hefð. Henni fylgdu góðar kveðjur frá okkur sem vorum niðri í
Alþingishúsi. Óttarr Proppé vildi leggja sitt af mörkum til að hinir
nýju vinir hans í Viðreisn væru líka með. Hann var aftur kominn í
karrýgulu fötin, græni jakkinn, sem hann klæddist þegar hann átti í
viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, var kominn í hreins un.
Forsetinn sló nokkrar keilur með ákvörðun sinni. Hann fylgdi
stærðarröð flokkanna og fyrst hvorki stærsta flokknum né þeim
næststærsta hafði tekist að mynda ríkisstjórn með hinu ósýnilega
og óáþreifanlega umboði, var nú röðin komin að þeim þriðja stærsta.
Guðni sýndi þannig eins og Vigdís Finnbogadóttir að forsetinn úti -
lokaði engan flokk og að allir fengju að reyna sig (Guðni Th. Jóhann -
es son 2006: 85). En féll hann í hlutverk Kristjáns Eld járns frá árinu
1978, að beita „rakarastofuaðferðinni“ að ganga á röðina — „næsti,
gjörðu svo vel“ sem Davíð Oddsson kallaði svo í viðtali við Guðna
árið 2006 (Guðni Th. Jóhannesson 2006: 88) — eða var hann að leita
að sínum eigin stíl?
Píratar voru kallaðir til ábyrgðar og um leið gat forsetinn bætt
fyrir óheppileg ummæli sín í viðtali við Channel 4 í Bretlandi í sept-
ember þar sem hann hafði efast um getu Pírata til að mynda ríkis-
stjórn þar sem þeim gæti reynst erfitt að gera málamiðlanir.
Næstu dagar leiddu í ljós að fyrir sitt leyti stóðust Píratar það
próf sem forsetinn lagði fyrir þá, öxluðu ábyrgð og gerðu málamiðl -
skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 209