Skírnir - 01.04.2017, Page 230
sem siglt höfðu í strand hálfum mánuði fyrr, voru aftur farnir að
hittast. Kannski væri hægt að finna lausn í sjávarútveginum, kannski
væri leið til Evrópu. Á fyrsta sunnudag í aðventu, meðan fjölskyld -
ur landsins fylgdust með jólasveinum á Austurvelli og kveikt var á
hinu íslenska Óslóartré, læsti þingflokkur Viðreisnar sig inni í
Alþingishúsinu. Þau báðu þingverði um að halda fjölmiðlum fjarri.
Jólalögin hljómuðu hátt, börn voru með galsa, en þingmenn
Viðreisnar réðu ráðum sínum. Þau voru vongóð um að í þetta sinn
myndu þau komast áfram með þriggja flokka stjórn og eins manns
meirihluta. Bjarni hlyti að geta boðið betur en síðast.
Og í hádeginu daginn eftir hringdi Bjarni. Hann var með tilboð.
Það snerist ekki um fegurðina í hinni sameiginlegu björtu framtíð,
heldur vildi formaður Sjálfstæðisflokksins kanna hvort Viðreisn
væri ekki til í að starfa með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, nokkuð
sem Benedikt hafði þurft að afneita miklu oftar en hann kærði sig
um að muna. Það freistaði ekki, sagði Benedikt, að ganga úr við -
ræðum við Bjarta framtíð til að ganga til liðs við sitjandi ríkis-
stjórnar flokka. Honum fannst úr karakter að vera í viðræðum með
Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð og fara svo að samþykkja ann-
ars konar mynstur (Hulda Hólmkelsdóttir 2016).
Meðan á þessu gekk var tekist á innan veggja Vinstri grænna um
hvort flokkurinn ætlaði að sýna ábyrgð með þátttöku í ríkisstjórn
ásamt Sjálfstæðisflokki eða staðfesta sig sem mótmælendaflokk sem
þrifist best í stjórnarandstöðu. Einnig voru afar skiptar skoðanir um
það hvort flokkurinn ætti frekar samleið með frjálslyndari öflum,
sem vildu umbætur í landbúnaði og breytingar í sjávarútvegi, eða
með gömlu flokkunum sem vildu ekki heyra á neitt slíkt minnst.
Stöðugt tog í átt til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
til að standa vörð um landbúnaðar- og sjávarútvegskerfin og úti-
loka viðræður við Evrópusambandið, gerði stöðuna flóknari fyrir
formann Vinstri grænna. Stofnandi flokksins og hans langreyndasti
þingmaður hafði sterkar meiningar í þessa veru en yngri hluti þing-
flokksins átti ekki gott með að sjá samvinnu við Sjálfstæðisflokk og
Framsókn í nokkru rómantísku ljósi.
Hvernig gat formaðurinn sætt ólík sjónarmið í flokknum, sýnt
ábyrgð gagnvart því verkefni að mynda ríkisstjórn án þess að ganga
230 kristján guy burgess skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 230