Skírnir - 01.04.2017, Page 238
var líka afar takmarkaður vilji til að fara í mikla nýja skattheimtu. Þá
var málunum hleypt í of mikla spennu með því að ætla að leysa þau
öll í einu, því margt mætti taka fyrir í áföngum, stóran hluta í fjár-
lögum en fleira í tengslum við kjarasamninga og í fjármálastefnu til
fimm ára. Með samningalipurð og forystuhæfileikum hefði átt að vera
hægt að finna leiðir. En fyrir því var ekki nægjanleg stemming.
Morguninn eftir töluðu þau Benedikt og Katrín saman eftir fund
í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins og niðurstaðan varð að ekki
væri skynsamlegt að halda áfram. Hvort þeirra átti frumkvæðið að
samtalinu eða sagði fyrst að þau vildu hætta skiptir líklega minna
máli en það að þar hafði hvorugt næga löngun eða vilja til að leysa
úr þessari flóknu stöðu.
Fyrir slitunum voru gefnar tvær ólíkar ástæður. Viðreisn og
Björt framtíð sögðu að það hefði verið vegna tregðu Vinstri grænna
til að gera kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi og Vinstri
græn sögðu hina flokkana ekki hafa haft getu til að fjármagna þau
auknu ríkisútgjöld sem allir hefðu lofað í kosningunum.
„Nei, það slitnaði upp úr vegna þess að við Vinstri-græn vildum
ekki fara í ríkisstjórn nema við værum viss um að ná þar mark-
verðum árangri í að byggja upp innviði þessa samfélags … og við
vorum tilbúin að afla þeirra tekna sem til þurfti,“ sagði Katrín
Jakobs dóttir við félaga sína á flokksráðsfundi 9. mars. „Það vildum
við gera með því að skattleggja fjármagnið, t.d. með auðlegðarskatti
og hærri fjármagnstekjuskatti, það vildum við gera með hærri veiði -
gjöldum á stórútgerðina og komugjöldum á ferðamenn, það vildum
við gera með grænum sköttum, t.d. stórhækkuðu kolefnisgjaldi,
sem um leið myndi vera mikilvægt framlag til að berjast gegn lofts-
lagsbreytingum“ (Katrín Jakobsdóttir 2017).
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf sitt mat á því
að enginn sá ágreiningur sem ekki hefði verið hægt að leysa, a.m.k.
ef miðað var við kosningastefnur flokkanna, hefði verið óyfirstíg-
anlegur. „Þá sýndist mér ljóst að enginn þessara fimm flokka myndi
ná betri niðurstöðu í öðrum viðræðum. Og það hefur komið á dag-
inn. Kannski strandaði þetta þegar öllu var á botninn hvolft ekki á
málum heldur fordómum og hræðslu við nýjan og fjölbreyttari
kúltúr. Mér finnst það ömurlegt“ (Logi Einarsson 2017). Mat Loga
238 kristján guy burgess skírnir
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 238