Skírnir - 01.04.2017, Page 254
má ráða að hún hafi verið um 3 × 12 metrar, nánar tiltekið tvær tæp-
lega 6 metra myndheildir sem hverfast um lóðréttan, steyptan
burðarbita sem gengur út úr miðjum veggnum.2 Burðarbiti þessi er
um 300 × 40 × 40 sm að umfangi og nemur við þverbita í lofti. Ólíkt
veggflötunum báðum megin við hann hefur bitinn ekki verið lagður
korkflísum. Ég vil hins vegar leyfa mér að líta á hann sem hluta af
veggmyndinni vegna kringlótta lampans sem komið er fyrir ofarlega
á honum. Vissulega er um að ræða aðkeyptan nytjahlut — algenga
danska hönnun á sjötta áratugnum, svokallaðan „eclipse“ vegg-
lampa og mikilvægan ljósgjafa í rýminu. Og út af fyrir sig engin for -
dæmi fyrir notkun slíkra aðskotahluta í öðrum myndverkum
Harðar. Hins vegar leiðir tvöfalt hringform lampans hugann að
hringlaga formum sem koma fyrir víða í geómetrískum teikningum
og málverkum Harðar, þar sem þau virðast eins konar samnefnarar
fyrir hugtök á borð við algildi eða fullkomnun (sjá t.d. málverkið
Uppsalir, 1953, Listasafn Íslands). Og hvort sem Hörður átti frum -
kvæði að kaupum á lampanum fyrir kaffistofuna eða ekki, þykir
mér ekki fráleitt að hann hafi tekið þá ákvörðun að innlima hann í
veggmyndina, formsins vegna.
Korkur hrindir frá sér raka; því er nær ógerlegt að mála á hann.
Því er aðferð Harðar sennilega sú að láta til þess bæra iðnaðarmenn
sjá um uppsetningu á sjálfum flísunum, einingakerfinu sem er uppi -
staða veggmyndarinnar. Að því loknu markar hann fyrir eining-
unum innan þessa „kerfis“ sem hann hyggst fjarlægja, samanber
„súbtraktífu“ aðferðina sem nefnd er hér að framan, og sker þær í
burtu með dúkahníf. Í þessu tilfelli nemur Hörður í burtu bæði
heilar flísar og hluta þeirra. Þá blasir við steyptur undirveggur úr
steini sem listamaðurinn grunnar og málar samkvæmt eigin for-
skrift. Allar málaðar einingar veggjarins eru rétthyrningar, ferningar
eða strendingar, utan tvær, sitt hvorum megin við miðbik, sem eru
næstum tígullaga samsíðungar (rhomboid). Þeir eru býsna mikil-
vægir í þessu samhengi, þar sem þeir eru þeir einu sem ganga gegn
hinni takföstu láréttu/lóðréttu hrynjandi rétthyrndra forma í verk-
inu auk þess sem þeim fylgir viss ádráttur um þrívídd. Hér má bæta
254 aðalsteinn ingólfsson skírnir
2 Þessar ljósmyndir er að finna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Skírnir vor 2017.qxp_Layout 1 31.3.2017 13:24 Page 254