Saga - 2009, Blaðsíða 8
Hann var ókvæntur þegar hann kom til Íslands. Haustið 1683 sigldi
hann utan í ýmsum erindagerðum og kom til baka með móður sína
Mettu vorið eftir. Þá um sumarið 1684 var hann skipaður umboðs -
maður Heidemanns landfógeta í utanför hans og fékk sama ár hálft
Húnaþing. Það ár fluttist hann með móður sína að Þingeyrum og
bjó þar til dauðadags 1721 við mikla rausn og gerðist mikill fram-
kvæmda- og auðmaður. Um aldamótin 1700 var hann orðinn fimmti
ríkasti maður landsins með 628 hundruð í einkaeign.3
Lauritz Gottrup var bæði nýjungagjarn og framtakssamur mað -
ur. Sagt er að hann hafi fyrstur manna á Íslandi flutt vefstól til
lands ins og tvo eða þrjá rokka á árunum 1711–1712. Árið 1702 hafði
hann orðið sér úti um þófaramyllu og litunarverkfæri að utan auk
litara frá Danmörku, Hans Andersen að nafni.4 Þá lét Gottrup gera
kálgarða í túnfætinum að Þingeyrum og hafði á að skipa sérstakri
kálgarðsstúlku (höstepige) frá kaupmannahöfn í annars fjölmennu
starfsliði sínu, sem fyllti rúma þrjá tugi karla og kvenna samkvæmt
manntalinu 1703. Hann rak reyndar áróður fyrir því að kálgarðar
yrðu almennir í landinu, „en það vildu reiðarar höndlunarinnar
með engu móti, því þá mundu Íslendskir eta of mikið kjöt, og slátur -
hafnir eigi verða uppsigldar“.5
Gottrup er þannig lýst að hann hafi verið harður í horn að taka
og var honum meðal annars gefið að sök að stunda ólöglega brenni -
víns- og tóbakssölu og þvinga þessari munaðarvöru upp á fátæka
bændur, á sama tíma og hann okraði á lífsnauðsynjum eins og fiski
og smjöri.6 Þá komst hann í miklar deilur við þá félaga Árna
Magnússon og Pál Vídalín, m.a. vegna ævintýralegra útgjalda sinna
í kaupmannahöfn, en þar dvaldist hann veturinn 1701–1702 á
kostn að landsmanna. Sendiför Gottrups stuðlaði þó að því að jarða -
bók yfir Ísland var tekin saman á árunum 1702–1714 og manntal
árið 1703.7
gunnar hannesson og þóra kristjánsdóttir8
3 Bragi Guðmundsson, Efnamenn og eignir þeirra um1700.Athugun á íslenskum
gósseigendumíjarðabók ÁrnaogPálsogfleiriheimildum (Reykjavík 1985), bls. 41.
4 elsa e. Guðjónsson, „Um rokka, einkum með tilliti til skotrokka“, Árbókhins
íslenzka fornleifafélags1991 (Reykjavík 1992), bls. 19. — Manntal á Íslandi1703
(Reykjavík 1924–1947), bls. 262–263.
5 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III–IV (kaupmannahöfn 1919), bls. 91–
92. — Jónas Jónasson, Íslenzkirþjóðhættir (Reykjavík 1961), bls. 42.
6 Guðrún Bjarnadóttir, „Landsdrottnar og leiguliðar. Gottrúp lögmaður og kjör
húnvetnskrar alþýðu í byrjun 18. aldar“, Sagnir 19 (1998), bls. 86.
7 Már Jónsson, ÁrniMagnússon.Ævisaga(Reykjavík 1998), bls. 175–223.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:51 Page 8