Saga - 2009, Blaðsíða 83
meginreglum bæði í stjórnskipunarrétti, þar sem almenn mannrétt-
indi eru flokkuð, og í sifjarétti.24
Til þess að ganga úr skugga um að íslenskir lögfræðingar séu
ekki einir um að beita ekki hugmyndinni um tilfinningarétt sem
sérstöku réttarsviði var flett upp í amerískri lagaorðabók sem var í
boði í handbókadeild Landsbókasafns. Undir emotional voru tvö
uppflettiorð, emotionaldistress og emotional insanity. Undir rightog
rights voru fleiri en 80 uppflettiorð, en ekkert þeirra vísaði sérstak-
lega til tilfinninga. Næst því komust conjugalrights:„hjúskaparrétt-
ur“, personalright:„einstaklingsréttur“, privateright:„einkaréttur“,
rightofprivacy:„einkalífsréttur“.25
Lítum nánar á hugtakið mannréttindi. Árið 2005 kom út í Bret -
landi handbók með titlinum TheEssentialsofHumanRights. Í henni
er 141 grein, raðað í stafrófsröð titla, um margvísleg efni varðandi
mannréttindi. Að minnsta kosti fjórir tugir þeirra fjalla um ólíka
undirflokka mannréttinda: rétt til lífs, rétt til dauða, tjáningarfrelsi,
frelsi undan pyntingum og svo framvegis. Þar er vafalaust víða
komið inn á tilfinningafrelsi, en aðeins tvær greinar fjalla eingöngu
um þætti þess, um rétt til að giftast og stofna fjölskyldu og um rétt
samkynhneigðra.26 Þetta gefur nokkra hugmynd um hve lítið rúm
tilfinningaréttur skipar í ríkjandi umræðu um mannréttindi.
Hér reynist enginn umtalsverður munur á íslensku og ensk-
amerísku hugtakakerfi. Tilfinningaréttur finnst ekki afmarkaður
einn og sér en birtist einna helst í flokkum með öðrum réttindum
einstaklinga eða svokölluðu einkalífi. Hugtakakerfi lögfræðinnar á
ekki til efnisflokk þar sem tilfinningarétturinn fengi gott og áber-
andi rúm. Hvort sem við skoðum hugtökin persónuréttur eða mann -
réttindi rúma þau svo margt ólíkt að vonlaust er að beita þeim til
þess að ryðja tilfinningaréttinum til rúms í sagnfræði. og hug-
myndin með að skapa hugtakið var einmitt að koma með nýtt, mik-
ilvægt og frjósamt efnisatriði inn í söguritun.
tilfinningaréttur 83
24 Sigurður Líndal, Umlögoglögfræði.Grundvöllurlaga–Réttarheimildir(Reykja -
vík 2002), bls. 344–360.
25 Black’sLawDictionary, 7. útg. Ritstj. Bryan A. Garner (St. Paul, Minn. 1999), bls.
542, 1322–1327.
26 Rhona k.M. Smith, Christien van den Anker, TheEssentialsofHumanRights
(London 2005), bls. v–ix, 226–229, 244–247.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 83