Saga - 2009, Blaðsíða 234
þeirra og síðan útgáfur ferðabókanna. Þá er kafli um rannsóknir og ferðir
Þórðar Thoroddi, tilraunir hans og rit um akuryrkju, en hann mun hafa
verið fyrsti íslenski búvísindamaðurinn enda þótt andleg heilsa hans entist
ekki til mikilla áhrifa. Loks er kafli um konunglega danska landbúnaðar-
félagið og svipuð framfarafélög. Þau studdu við framfarir í búnaðarmálum
og veittu verðlaun fyrir ritgerðir um landkosti og landshagi og er þar fræg-
ust ritgerð Skúla Magnússonar um Gullbringu- og kjósarsýslu. Þá var til að
mynda stofnað akuryrkjufélag á Íslandi og þessari félagastarfsemi fylgdi
þónokkur útgáfa bóka og smárita.
Síðustu tveir hlutar bókarinnar eru viðamestir. Sá fyrri er um útgáfur
fornrita; þar er framarlega langur póstur um arf Árna Magnússonar og það
útgáfustarf sem Árnanefnd hratt af stað áratugina eftir andlát hans. Drepið
er á ýmsa lítt þekkta útgefendur sem lögðu þar hönd að verki og einnig á
uppskriftir íslenskra stúdenta, t.d. fyrir F. P. Suhm lögfræðing. Saga Suhms
er áþekk sögu Árna Magnússonar að því leyti að hann kvæntist til fjár og
lenti í erfiðum kvennamálum en notaði auðævi sín til að styðja við upp-
skriftir fornrita. Hnýsilegust í þessum hluta er þó umfjöllun um ritstörf
Jóns Ólafssonar Svefneyings, en samhliða útgáfu fornsagna ritaði hann
brautryðjandaverk um fornan kveðskap: OmNordensgamleDigtekunst.
Síðasti hluti bókarinnar rekur raunasöguna af ritun og útgáfu á kirkju -
sögu Finns biskups Jónssonar. Hún var eiginlega þriggja kynslóða verk,
hvíldi nokkuð á þeim grunni sem faðir Finns, Jón Halldórsson í Hítardal,
hafði lagt með biskupa- og skólameistarasögum sínum, og Hannes sonur
Finns lauk síðan verkinu. kveikjan að ritun kirkjusögunnar virðist þó hafa
orðið í frægri og góðri ferð Ludwigs Harboe til Íslands um miðja 18. öld,
þegar hann rótaði ýmsu af stað í mennta- og trúmálum þjóðarinnar. Hann
skoð aði skjalasafn biskupsstólsins á Hólum og önnur handritasöfn, en um
það leyti sem hann hvarf héðan mun hann hafa ámálgað kirkjusöguritun
við þá bræður Vigfús og Finn Jónssyni. Þeir hófust handa árið 1746 að
áeggjan Harboes og það var svo Finnur sem tók að sér verkið. Ýmsir komu
að verkinu og margvíslegar hindranir töfðu það, meðal annars fjárhagsleg-
ar, en fyrsta bindið kom út 1772. Hannes Finnsson bjó verkið til prentunar
og tók við síðasta hlutanum eftir að Finnur faðir hans andaðist 1776.
Lokabindið kom út tveim árum síðar. Þessi kirkjusögukafli er einn fróðleg-
asti hluti bókarinnar og segir út af fyrir sig margt um ástand landsins á
þessum árum. kirkjusagan hlýtur að teljast með helstu útgáfuþrekvirkjum
þjóðarinnar.
Í lokaorðum er hnykkt á því markmiði með skrifum bókarinnar að
„leit ast við að sýna fram á hve rannsóknir og fræðastarf Íslendinga tóku
mikinn fjörkipp á 18. öldinni þrátt fyrir stóráföll og náttúruhamfarir“. Þetta
var svo sem vitað og bókin bætir heldur litlu við þekkingu manna á efninu.
Í henni er þó töluvert um áhugaverðan fróðleik sem ekki hefur verið á allra
vitorði, en þó verður ekki fram hjá því litið að lunginn úr henni er lítið
meira en staglsamar endurtekningar á æviágripum þeirra sem við sögu
ritdómar234
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 234