Saga - 2009, Blaðsíða 165
krefjast þess að Guðjón haldi trúnað við embættið og birti ekki efn-
isatriði úr safninu sem gætu verið viðkvæm.4 Fróðlegt verður að sjá
hvort fleiri fái aðgang að safninu á næstunni, en eins og kunnugt er
þá er mikilvægt að allir geti fengið að sannreyna niðurstöður ann-
arra.5
Bókin kom út skömmu eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi á
haustdögum 2008 og lýsir undirtitillinn verkinu allvel: Forsetatíð
ÓlafsRagnarsGrímssonar.Útrás, athafnir, átök og einkamál. Þetta er
„ekki ævisaga“, eins og höfundurinn tekur skýrt fram í formála,
heldur fyrst og fremst „innlegg í umræðu um forsetaembættið og
forsetatíð Ólafs Ragnars“. Bókin er meðal annars lýsing og allnokk-
ur greining á því hvernig tengslanet forsetans varð til en Guðjón
telur að „[e]nginn Íslendingur fyrr eða síðar“ hafi haft eins öflugt
tengslanet og Ólafur Ragnar (bls. 10–11). Bókin er saga af því hvernig
forsetinn hefur notað þetta net. Fjölmörg önnur mikilvæg atriði
fléttast inn í þá sögu, til að mynda valdavefur Davíðs oddssonar á
ráðherraárum hans.
Fjölmiðlar fjölluðu talsvert um bókina við útkomu hennar enda
koma umdeildir einstaklingar og umtöluð hitamál þar við sögu.
Fljótlega birtust einnig umsagnir um bókina og voru þær almennt
á þeim nótum að Guðjón hefði ekki tekið nægilega gagnrýna
afstöðu gagnvart aðalsöguhetjunni. Svo dæmi sé tekið þá taldi Jón
Ólafsson heimspekingur að dregin væri upp „veraldleg helgimynd“
af forsetanum og bætti við: „Bókin … er ein samfelld lofræða … um
forseta Íslands Hr. Ólaf Ragnar Grímsson. … Ást Guðjóns … til for-
seta síns er … rauði þráðurinn í bók hans.“6
bjartsýnisbók í beinni 165
4 ekki kemur fram í bókinni að Guðjón hafi þurft að gangast undir slíka skilmála.
5 Hve lengi þurfum við að bíða? Samkvæmt 5. gr. laga nr. 66/1985 um
Þjóðskjalasafn Íslands er embætti forseta Íslands skylt að afhenda skjöl sín
safninu eigi síðar en þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Svo er spurning hvort
hluti þeirra verði síðan gerður óaðgengilegur í einhverja áratugi, 30 eða jafnvel
80 ár, í nafni persónu- og almannahagsmuna. Á hinn bóginn mætti velta því
fyrir sér hvort ekki ætti með vísan til jafnræðisreglunnar að heimila fleiri
fræðimönnum að nýta skjöl forsetaembættisins á næstu misserum, þ.e. áður en
þau verða send Þjóðskjalasafni.
6 Jón Ólafsson, „Þeir kunna þetta, þessir strákar. Saga útrásarforsetans í máli og
myndum“, Morgunblaðið:Lesbók20. des. 2008, bls. 11. Guðjón Friðriksson svaraði
þessum ritdómi með stuttri grein í Morgunblaðinu 22. des. 2008, bls. 44 („Um
„lofræðu“ mína“). Af öðrum ritdómum mætti nefna: Vef. Birgir Hermanns son,
„Að gera þjóðinni gagn“, sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla:
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 165