Saga - 2009, Blaðsíða 125
hann orðaði svo: „Það er því ekki ófyrirsynju, að Guðmundur bisk-
up hefur verið kallaður einn hinn óþarfasti maður í sögu vorri.“11
Tilraunar til endurmats á áhrifum Guðmundar Arasonar gætti
að nýju í upphafi áttunda áratugar 20. aldar hjá skoska sagn fræð -
ingnum John Simpson og þá út frá félags- og menningarsögulegu
sjónarhorni. Simpson benti á að meðan kirkja og samfélag mynd uðu
eina heild um daga íslensku höfðingjakirkjunnar hafi gætt sekúlarí -
seringar innan kirkjunnar fremur en að þjóðfélagið hafi orðið and-
legt. Guðmundur hafi hins vegar skerpt andstæður hins veraldlega
og andlega og knúið samtíð sína til meðvitaðri afstöðu til þessara
andstæðu skauta í menningu og samfélagi 12. og 13. aldar.12
eftir lok hinnar þjóðernislegu söguskoðunar hafa skrif fræði -
manna um Guðmund orðið hlutlægari.13 Jafnframt hefur athyglin
beinst frá hinu pólitíska sviði yfir á menningar-, hugarfars- og trú ar -
sögulegt svið.14 Þar með hefur myndin af Guðmundi Arasyni orðið
fjölþættari.
Í þessari grein verður að nýju horfið að hinum pólitíska þætti í
starfi Guðmundar Arasonar og fjallað um það í hverju deilur hans
við kolbein Tumason voru fólgnar, hver bakgrunnur þeirra var og
bent á kirkjupólitískar forsendur þeirra. Verða þær skoðaðar í víð -
tækara samhengi almennrar kirkjusögu en gert hefur verið hingað
til og þannig leitast við að tengja þær því sem efst var á baugi í
Noregi og evrópu almennt. Guð mundur og kolbeinn verða skoð -
átök um samband ríkis og kirkju 125
11 Jón Jóhannesson, Íslendingasaga 1 (Reykjavík 1956), bls. 249–250.
12 John Simpson, „Guðmundur Arason: A Clerical Challenge to Icelandic
Society“, bls. (29–30). Með höfðingjakirkju er átt við þá kirkjugerð sem hér var
við lýði í hreinræktaðri mynd fram um miðja 12. öld að minnsta kosti og að
sumu leyti allt til setningar kristinréttar Árna Þorlákssonar 1275. Hún ein-
kenndist af því að kirkjan var samofin hinu veraldlega samfélagi en var ekki
sjálfstæð stofnun og að höfðingjar höfðu sterk ítök á öllum sviðum kirkju-
mála. — Hjalti Hugason, Frumkristniogupphafkirkju. kristni á Íslandi I. Ritstj.
Hjalti Hugason (Reykjavík 2000), bls. 287–288 og 383–388.
13 Sjá Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssagatilokkardaga (Reykja -
vík 1991), bls. 96–98. — Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRóma-
kirkja. kristni á Íslandi II. Ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík 2000), bls. 48–52.
— Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal“, Sagabiskupsstólanna.
Skálholt950ára—2006—Hólar900ára. Aðalritstj. Gunnar kristjáns son. Ritstj.
Óskar Guðmundsson (án útgáfustaðar 2006), bls. 298–299.
14 Joanna A. Skórzewska, ConstructingaCultus.TheLife andVenerationofGuð-
mundurArason (1161–1237) in the IcelandicWrittenSources. Acta Humaniora
300 (oslo 2007).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 125