Saga - 2009, Blaðsíða 161
Það er vissulega lögmætt ágreiningsefni hvort Íslendingar í
Moskvu hlutu fyrst og fremst þjálfun í marx-lenínískum fræðum og
starfi kommúnistaflokka, eða hvort þjálfun þeirra var ósvikin bylt-
ingarþjálfun. Ég hef fært rök fyrir því að þjálfun Íslendinganna hafi
fyrst og fremst snúist um það fyrrnefnda. Þar með er ég ekki að
halda því fram að þjálfun í hernaði og hryðjuverkum hafi ekki verið
veitt í skólunum. Það er einfaldlega nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því að lönd og heimshlutar voru meðhöndluð með ólíkum
hætti eftir ástandinu á hverjum stað fyrir sig. Þótt vissulega hafi
slegið í brýnu milli kommúnista og yfirvalda hér á Íslandi er ekki
hægt að bera ástandið hér saman við ástandið í Finnlandi, svo
dæmi sé tekið, eða eystrasaltslöndunum, Þýskalandi, Póllandi eða
Ungverjalandi þar sem kommúnistaflokkar stunduðu hryðjuverk
og margvíslega neðanjarðarstarfsemi. Þetta myndu Hannes Hólm -
steinn Gissurarson og Þór Whitehead sjá í hendi sér ef þeir vildu.
en þeim virðist í mun að halda við þeirri sérkennilegu hugmynd að
á Íslandi, þar sem götubardagar 20. aldarinnar eru teljandi á fingr-
um annarrar handar, hafi kommúnistar haft þrautþjálfuðu barda-
galiði á að skipa!9 Það er næsta ljóst að þjálfun Íslendinganna var
annars eðlis en þeirra kommúnista sem raunverulega stunduðu
ólög lega starfsemi þegar Moskvuvist lauk og jafnvel þó að þeir hafi
lært að skjóta í mark og taka sundur og setja saman skotvopn fer
lítið fyrir þjálfun í hryðjuverkum, morðum, skæruhernaði, vega-
bréfafölsunum og þess háttar.
Mér er loks ljúft og skylt að endurgjalda Hannesi H. Gissurar -
syni einn greiða og leiðrétta missögn hans um Veru Hertzsch. Hún
lést 1943 en ekki 1942. Hugsanlegt er að dóttir hennar hafi látist
sumarið 1938 í farsótt sem þá gekk í fangabúðum í Mordóvíu, þar
sem þær mæðgur voru í haldi, en ekki „af vosbúð“ eins og Hannes
vill hafa það. Allt að þriðjungur þeirra barna sem spurnir eru af í
sérdeild búðanna fyrir „skyldmenni og venslafólk föðurlandssvik-
ara“ lést í þessum faraldri, og nafn barnsins er ekki að finna í fanga -
búðagögnum móðurinnar eftir 1938.10
raunveruleiki fortíðar … 161
9 Sjá greinar Þórs Whitehead: „Smáríki og heimsbylting. Um öryggi Íslands á
válegum tímum“, Þjóðmál 2:3 (2006), bls. 55–85, og „Voru íslenskir kommún-
istar hættulegir“, Morgunblaðið:Lesbók 11. nóvember 2006.
10 Vsianashazhizn’.VospominaniiaGaliniIvanovnyLevinsonirasskazyzapisannye
eiu. Ritstj. Daniel’ A.Iu. o.fl. (Moskva 1996), bls. 131.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 161