Saga - 2009, Blaðsíða 196
„vitnisburð“ stofnana og koma „að ofan“, þ.e. frá stjórnvöldum?
eða t.d. embættisbréf — sem eru þó samin af einstaklingum?
Í fljótu bragði mætti ætla að einvæðing sögunnar í anda höf-
undar þýddi aflokun hennar í eigin heimi þar sem höfundur vill
forðast alla hugsanlega smitun frá stórsögunum. en svo er ekki
samkvæmt orðum höfundar í stefnuyfirlýsingu sinni frá árinu 2000:
einvæðingin er … ekki hugsuð þannig að koma eigi í veg fyrir
að við getum horft í kringum okkur og borið rannsóknir sem
unnar eru í anda einvæðingarinnar saman við aðrar rannsókn-
ir sem verða til í heimi vísindanna. … Ég hef nefnt þann farveg
sagnrýni og er þar átt við þegar verk er í fyrsta lagi metið í ljósi
eigin ágætis, sem verður að teljast mikilvægast; í öðru lagi er
það borið saman við annað efni sem unnið hefur verið með
svipuðum aðferðum; og í þriðja lagi er það sett í samhengi
almennra hugmynda um þróun samfélaga sem mótast af stór-
sögunum. (Bls. 125 í Sögustríði).
Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að höfundur telji sjálfsagt að
bera saman einvæðingarrannsóknir og aðrar rannsóknir, jafnvel þótt
þær séu undir áhrifum stórsagna. Væntanlega taldi höfundur þá að
yfirburðir einvæðingaraðferðarinnar sönnuðu sig og í ljós kæmi að
þær kvíar væru eðlilegastar og færðu mönnum sannastan skilning á
efninu. Að mínu mati fékk höfundur tækifæri til þess, sem hann
notaði ekki, í ritdeilunni við Loft Guttormsson en þeir deildu um svo-
nefndan „skilsmun“ menntaðra og ómenntaðra á Ís landi um 1900.
Loftur taldi þá Strandabræður, Halldór og Níels Jónssyni frá
Tindi í kirkjubólshreppi, sem voru þungamiðjan í bók höfundar,
Menntun,ástogsorg, ekki áhugaverða eina og sér, heldur væru þeir
„fyrst verulega áhugaverðir í ljósi hugmynda um nýjan skilsmun
menntaðra og ómenntaðra í íslensku sveitasamfélagi um aldamót-
in 1900“.11 Þessu hafnaði bókarhöfundur og sagði þá einmitt
áhuga verða út af fyrir sig. Taldi hann þessa hugsun um „skilsmun“
vera í stórsöguanda, afurð upplýsingar og framfaratrúar (bls. 177 í
Sögustríði). Hér hafnaði höfundur í raun því að það hefði verið ein-
hver munur á menntun manna og tengdi slíkan hugsunarhátt við
stórsögur. Um leið mátti skilja orð hans svo að hann teldi að með
skoðun heimildanna um þá bræður án áhrifa stórsagna mætti sjá að
þessar kvíar, „menntaðir“ og „ómenntaðir“, væru ónothæfar eða
óvið eigandi af því að alþýða hafi í raun verið menntuð.
halldór bjarnason196
11 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði“, bls. 467.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 196