Saga - 2009, Blaðsíða 68
félaga. Tölur vantar um erlendar skuldir þjóðarbúsins frá þessum
tíma, en erlendar skuldir ríkissjóðs námu meira en 40 millj. kr., en
það samsvaraði um fjórðungi landsframleiðslu.45
kreppan mikla hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag, í rauninni
miklu víðtækari og afdrifaríkari en haglægðin 1914–1923. Atvinnu -
leysi var mikið í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar. Í Reykjavík voru
700–800 verkamenn atvinnulausir á skrá yfir vetrarmánuðina. Þar
sem atvinnuleysistryggingar voru ekki komnar til sögunnar höfðu
atvinnuleysingjar og fjölskyldur þeirra fá úrræði önnur en atvinnu-
bótavinnu sem bæjaryfirvöld og ríkið stóðu fyrir, en hana fengu
menn ekki nema í nokkrar vikur á ári.46 Atvinnuleysið og vaxandi
fátækt leiddu til meiri róttækni í stjórnmálum, fylgi við kommún-
ista og sósíalista jókst, en jafnframt festi kreppan í sessi klofning
vinstriarmsins í stjórnmálum í tvo álíka stóra flokka.
ekki stefndi allt í hnignunarátt í kreppunni. Í atvinnumálum
hófst tímabil endurskipulagningar og tilraunastarfsemi; t.d. efldist
síldariðnaðurinn og myndaður var vísir að hraðfrystiiðnaði sem
síðar varð vaxtarbroddur í sjávarútvegi.47 Fyrirtæki voru endur-
skipulögð og mikil samþjöppun varð í sölu og markaðssetningu út -
flutningsafurða. Það var á þessum árum sem stofnuð voru hin stóru
sölusamtök í sjávarútvegi, Sölusamtök íslenskra fisk framleiðenda
(saltfiskur) og Síldarútvegsnefnd (síld), og rétt eftir 1940 bættust
við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávar afurða deild SÍS (fryst-
ur fiskur), en þessi samtök stjórnuðu mestöllum fiskútflutningi
Íslendinga fram undir lok aldarinnar.
Á pólitíska sviðinu varð kúvending í hagstjórn, ríkið tók að sér
víðtækt hlutverk í efnahagsmálum, fríverslun var gefin upp á bát-
inn og verndarstefna tekin upp með kvótum og tollum á innflutn-
ing, fyrst 1931 en síðan víkkuð út árið 1934. eftir 1934 var markvisst
stefnt að því að auka hlut innlendra framleiðslugreina á kostnað
innflutnings. Í skjóli haftanna tóku ýmsar iðngreinar, svo sem mat-
vælaiðnaður og vefjariðnaður, að eflast og iðnaður fyrir heima-
markað varð gildur atvinnurekstur næstu fjóra áratugina.48
guðmundur jónsson68
45 Hagskinna, bls. 774.
46 Sjá t.d. Jón Gunnar Grjetarsson, Síbería. Atvinnubótavinna á kreppuárunum.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 24 (Reykjavík 1988).
47 Helgi Skúli kjartansson, Íslandá20.öld (Reykjavík 2002), bls. 99–100 og 107–108.
— Ólafur Hannibalsson og Jón Hjaltason, Sölumiðstöðhraðfrystihúsannaí50árII.
Meðsprikliðísporðinum.SagaSH1942–1996 (Reykjavík 1997), bls. 42–89.
48 ein besta heimild um hagstjórnarhugmyndir og efnahagslíf þessara ára er Álitog
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 68