Saga - 2009, Blaðsíða 258
saman um að binda enda á fæðardeilur bænda og ná betri stjórn á þeim á
tímum þegar staða bænda hafði annars verið að styrkjast.
Síðasta greinin í safninu sker sig að nokkru leyti úr. Hún er eftir eina
mannfræðinginn í hópnum, Christopher Boehm. Boehm reynir, með tak-
mörkuðum árangri, að rekja fæðardeilur til einhvers „mannlegs eðlis“
fremur en til hagsmunagæslu í samfélagi án öflugs ríkisvalds. Sumt af því
sem hann segir stangast beinlínis á við það sem aðrir höfundar ritsins hafa
sýnt fram á (bls. 194, um samhengið milli fæðardeilna og stjórnkerfis). ekki
er víst að hugmyndir Boehms séu sagnfræðingum mjög gagnlegar í rann-
sóknum á fæðardeilum miðalda og árnýaldar og væri gaman að sjá þá
sækja innblástur til fleiri en mannfræðinga. Stundum væri betra að leita
fanga víðar og má sem dæmi nefna niðurstöður stjórnmálafræðingsins Ro -
berts Axelrods (sjá TheEvolutionofCooperation, 1984) sem benda sterklega
til þess að vilji til að hefna misgerða (en hóflega þó) sé nauðsynleg forsenda
þess að samvinna geti þróast.
Þótt þetta rit sé ekki síðasta orðið um fæðardeilur þá er það vissulega
skref í rétta átt og mjög forvitnileg lesning öllum sem áhuga hafa á að vita
hvernig fyrri tíma samfélög virkuðu.
AxelKristinsson
Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson, FRÁ SÝRLANDI TIL
ÍSLANDS. ARFUR TÓMASAR PoSTULA. Háskólaútgáfan. Reykjavík
2007. 390 blaðsíður. Myndir, kort, nafnaskrá, atriðisorðaskrá.
Hér sameina tveir harðsnúnir fræðimenn krafta sína með frumlegri blöndu
þýðingar og útgáfu á þremur textum frá ólíkum heimshornum sem þó varða
einn og sama einstakling, Tómas postula. Raunar er líklegt að textarnir,
Tómasarguðspjall, Tómasarkver og Tómas saga, hafi orðið til í kristnum
söfnuðum í Sýrlandi á fyrstu þremur öldum eftir fæðingu krists. Tveir hinir
fyrstnefndu birtast hér í þýðingu Jóns Ma. Ásgeirssonar eftir handritum á
grísku og koptísku sem fundust í jörðu á tveimur stöðum í egypta landi á fyrri
helmingi síðustu aldar. Síðastnefndan texta gefur Þórður Ingi Guðjónsson út
í tveimur íslenskum þýðingum frá 13. öld. Tómas var lærisveinn krists og
geymir guðspjallið nokkur elstu varðveittu ummæli frelsarans og fáeinar
dæmisögur. Það hlaut ekki náð fyrir augum þeirra sem tóku Nýja testamentið
saman undir lok fjórðu aldar, en textans er þó getið í guðfræðiritum allt fram
á elleftu öld. Tómasarkver, tveggja manna tal frelsarans og postulans að
viðbættri kraftmikilli áminningu Jesú, er hvergi nefnt í heimildum en Tómas
saga náði mikilli útbreiðslu á miðöldum og var þýdd á ótal tungur. Með fullri
virðingu fyrir miklum lærdómi Jóns og Þórðar er inngangurinn of langur (bls.
ritfregnir258
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:53 Page 258