Saga - 2009, Blaðsíða 229
ingum. Óformlegra — en ekki síður mikilvægt — gildi þeirra fólst í því að
festa í sessi virðingu og vegsemd einstaklinga og ætta, halda þeim saman
og byggja undir frekari tengsl valda- og eignaætta.
ættartölusafnrit Þórðar Jónssonar í Hítardal á sér sína eigin ættar- og
ævisögu sem gerð er rækileg grein fyrir í ritgerðinni. Meginmarkmið höf-
undar er þannig „að gera nokkra grein fyrir upptökum, varðveislu, skyld-
leika og þróun ættartölurita í handritum frá 16. öld, 17. öld og fyrri hluta
18. aldar, einkum þó farvegum ættartölusafnritsins úr Hítardal.“ (II, bls.
301–302). Um er að ræða menningarsögulega rannsókn á fyrirbæri sem
hefur lengi verið þekkt en jafnan tekið sem næsta sjálfsögðum hlut, og er
eftir því vangreint. ættartölurit eru að ýmsu leyti erkidæmi um afurðir
handritamenningar án upphafs eða endis, miðju eða jaðars. Þessu lýsir
Guðrún Ása vel í formála ritgerðar sinnar þegar hún skrifar:
Uppsprettur bókfestra ættartalna Íslendinga á liðnum öldum eru nær
órannsakanlegar af þeim sökum að niðjatöl og sögur þeim tengdar
hafa verið skrifuð eftir því sem ættvíst fólk mundi og mælti af munni
fram í sveitum landsins kynslóð eftir kynslóð og jafnframt var farið
eftir misaldra skrifum hvaðanæva að, en hver skrifari hagaði efnisvali
og niðurröðun ætta eftir því hvaða stofnar stóðu honum eða verk-
beiðendum næst. Hver ættartala er síopið fróðleikssafn sem verður
sent eða aldrei fullgert; meðan kynslóðir renna má við auka og um
bæta. (II, bls. 297).
Það sjónarmið að ættartölur séu opnir textar er meginþráður í grein
Guðrúnar Ásu og greiningu hennar á því bókmennta- eða textagervi (genre)
sem hún hefur til umfjöllunar. Það er áhugavert að meðtaka hvernig hún
gerir grein fyrir tilurð ættartölurits Þórðar Jónssonar í Hítardal og stöðu
hans sem höfundar þess. Það er engu líkara en Guðrún Ása kjósi að líta á
íslenskar ættartölur í heild sem kollektífan heildartexta en um leið að hver
gerð hans sé sjálfstætt verk.
Ritgerð Guðrúnar Ásu er í sjö köflum sem skiptast í tvo hluta, annars
vegar um tilurð safnrits Þórðar Jónssonar og hins vegar um framgang þess
í uppskriftum. Í hinum ítarlegasta þeirra rekur hún lífshlaup Þórðar í
Hítardal, heimildir um gerð ættartölusafnritsins og þær leifar sem varð -
veitt ar eru sem vottur um bóklega iðju Þórðar í Hítardal, aðra en ættar-
tölugerðina. Þar er um að ræða handrit af ýmsu tagi sem hann ýmist ritaði,
lét skrifa eða sankaði að sér til lestrar eða afritunar, m.a. bókmenntir og
sögurit miðalda, lækningakver og safn ritgerða um heimspekileg efni. Í
samantekt um þessa iðju Þórðar og skrifara í þjónustu hans leggur Guðrún
Ása áherslu á að drifkraftur Þórðar hafi verið almenn þekkingarleit og því
hafi hann ekki endilega lagt sig sérstaklega eftir elstu, upprunalegustu og
réttustu textum og nákvæmri endurritun þeirra. „Markmið séra Þórðar
var,“ ritar Guðrún Ása, „að viða að sér sögulegri vitneskju um fortíð og
samtíð og fella saman efni úr mörgum heimildum í fróðleiksrit fyrir sjálfan
ritdómar 229
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 229