Saga - 2009, Blaðsíða 238
rifjar upp að þetta hafi verið „verðbólgutíminn á Íslandi, þegar allt fjár-
hagslegt verðmætamat brenglaðist, miklu fé var sóað í óhagkvæmar og
óarðbærar framkvæmdir og varla var hægt að gera áætlanir fram í tímann“.
Hann reynir þó að forðast einhliða málflutning. „Framhjá því má hins
vegar ekki horfa að það var öflugur hagvöxtur á Íslandi lengst af á þessu
tímabili“ (bls. 69–70). Hér víkur höfundur að mikilvægu stefi í bókinni,
gagnrýni á þá nýju söguskoðun þar sem „[l]itið er svo á að nær allar efna-
hagsframfarir á Íslandi á tuttugustu öld hafi orðið á síðasta áratug aldar-
innar“ (bls. 73). Sem dæmi um þessa gagnrýnisverðu söguskoðun nefnir
hann skrif í bandaríska stórblaðinu WallStreetJournal 8. mars 2007. Hann
hefði einnig getað nefnt grein svipaðs efnis sem birtist í sama blaði 29. janú-
ar 2004, en höfundur hennar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson (sjá www:
courses.wcupa.edu/rbove/eco343/040Compecon/Scand/Iceland/040129
prosper.htm).
Meginþungi Nýja Íslands felst í uppgjöri við þessa hugmynd en jafnframt
í samtímasögulegri greiningu á þjóðfélagsþróun á Íslandi undanfarin ár.
Upphafspunkturinn er árið 1984, þegar Helgarpósturinn birti óvísindalega
könnun á því hverjir væru fimm ríkustu Íslendingarnir; Þjóð vilj inn gagnrýndi
lóðauppboð í Stigahlíð og „vinnukonuútsvar“ sumra kaupenda; Alþýðu -
flokkur Jón Baldvins Hannibalssonar gagnrýndi stéttskipt neðanjarðarhag-
kerfi á Íslandi og spurði: „Hverjir eiga Ísland?“ og tímaritið Lúxus hóf göngu
sína. Höfundur nýtur sín vel í að draga fram andstæðurnar í samfélaginu á
þessum tíma. Þó telur hann að ójöfnuður þá hafi verið „óverulegur“ (bls. 89).
Nýnæmi bókarinnar er mest þegar kemur að því að rekja upphaf hinn-
ar íslensku auðmannastéttar. Þar leggur höfundur áherslu á ýmsa atburði
sem gerðust á samdráttarskeiðinu 1988–1995: þjóðarsáttina þegar verð bólga
var kveðin niður með kjaraskerðingu launþega, lækkun skatta á fyrirtæki,
sölu ríkisfyrirtækja, aðild að evrópska efnahagssvæðinu og markaðs væð -
ingu kvótakerfisins með frjálsum viðskiptum með fiskveiðiheimildir. „Það
var úr þessum jarðvegi sem hin nýja stétt íslenskra efnamanna spratt“ (bls.
98). Hann bendir á að hnattvæðingin hafi gert það að verkum að aðstæður
voru hagstæðar „framtaksmönnum“ um allan heim. „Það umrót leiddi til
þess að framboð varð á ódýru lánsfé, sem djarfir kaupsýslumenn víða um
heim, þar á meðal íslenskir, nýttu sér ótæpilega“ (bls. 98).
Að mati höfundar varð ákveðin umbreyting á stétt auðmanna í kjöl -
farið. Að hans mati áttu ríkir Íslendingar 1984, 1988 og 1992 það sameigin-
legt að þeir ráku fjölskyldufyrirtæki. „eigendurnir, makar þeirra og börn
önnuðust reksturinn. Þeir svöruðu yfirleitt sjálfir í símann. og létu sér per-
sónulega annt um viðskiptavinina. Mörg fyrirtækjanna höfðu verið í eigu
sömu fjölskyldunnar í fleiri en einn ættlið“ (bls. 98–99). Næstu árin voru
þessi fyrirtæki seld og rekstri þeirra umturnað „svo að reksturinn hentaði
hinni nýju stóriðju viðskiptalífsins“ (bls. 99). Síðan rekur hann náin tengsl
forystumanna í viðskiptalífinu við bankana; þeir hafi verið „fólkið sem
boðið var í umtalaðar skemmtiferðir þeirra út fyrir landsteinana, þar sem
ritdómar238
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 238