Saga - 2009, Blaðsíða 172
setafrúin hefði átt vini úr illræmdri fjölskyldu? Hefði það verið nær
sanni hér en að sleppa með öllu lýsingarorðum? Hér erum við aftur
komin að áhugaverðu atriði, það er að segja spurningunni um það
hvort og/eða hvenær fræðimenn eigi að forðast sterk orð eins og
„illræmdur“, „sólunda“ eða „að stjórna með harðri hendi“.
Að lokum má geta þess að í formála bókarinnar er að finna eink-
ar óvenjuleg varnaðarorð: „Bókin var að mestu leyti skrifuð á árun-
um 2006 og 2007 og ber ritunartímanum nokkurt vitni og þeim bjart -
sýnisanda sem þá ríkti. Bið ég lesendur að hafa það í huga“ (bls. 10).
Með þessum orðum tekur Guðjón undir með þeim sem halda því
fram að samtíminn geti laumað sér inn í alla texta, hvort sem við vilj-
um það eða ekki, og að söguritunin verði þannig að sam tímasögu, að
minnsta kosti að hluta til. Varnaðarorðin ritar Guðjón þegar fjár-
málakreppan er að skella á. Hann áttar sig strax á því að niðurstaða
hinnar sögulegu framvindu hefði líklega breytt vinnubrögðum hans,
væri hann að hefjast handa við verkið í miðju hruninu.
ValdavefurDavíðsOddssonar
Þótt rödd forsetans sé áberandi í bókinni, þá hleypir Guðjón fleir-
um að: „[É]g hef í bókinni samviskusamlega tínt til vitnisburði allra
helstu gagnrýnenda forsetans, bæði úr fréttum og í beinum samtöl-
um við þá ef þeir gáfu kost á því. Þessir vitnisburðir koma fram í
bókinni og er teflt gegn sjónarmiðum Ólafs sjálfs sem eru þó
ráðandi eins og áður sagði.“16 Í viðtali við Fréttablaðið sagði Guðjón
um þetta sama atriði: „Ég læt ýmsar gagnrýnisraddir á Ólaf hljóma
í bókinni, bæði raddir úr fjölmiðlum auk þess sem ég tók viðtal við
marga. Ég hefði gjarnan viljað að rödd Davíðs oddssonar hljómaði
í bókinni en hann gaf ekki kost á því.“17 Guðjón á hér við að rödd
Davíðs hljómi ekki með sama hætti og raddir manna eins og Hall -
dórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar, sem veittu honum við -
töl.18 Hér er komið að enn einu álitaefni: Vilji einstaklingur ekki veita
páll björnsson172
16 Guðjón Friðriksson, „Um „lofræðu“ mína“, Morgunblaðið 22. des. 2008, bls. 44.
17 „Heiðurinn að veði. Viðtal við Guðjón Friðriksson“, Fréttablaðið 23. nóv. 2008,
bls. 12.
18 Í bókinni eru einnig merkilegar heimildir um viðhorf Halldórs Ásgrímssonar
til sjálfstæðismanna. Halldór segir til dæmis um ríkisráðsfundinn sem Davíð
boðaði til 1. febrúar 2004, á hundrað ára afmæli heimastjórnar: „Mér fannst sá
fundur vera óþarfur og hjákátlegur og hef aldrei botnað neitt í tilgangi hans“
(bls. 302); sjá einnig bls. 300.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 172