Saga - 2009, Blaðsíða 144
bóta viðleitni þeirra var enda lítill og fólst einkum í því að koma
baráttumálum gregoríanismans á dagskrá hér á landi.105 Sá yfir-
gangur í fjármálastjórn sem kolbeinn virðist hafa sýnt Guðmundi
veturinn eftir biskupskjörið skýrist því af bakslagi sem gætt hafði í
umbótaviðleitni á vettvangi kirkjunnar frá dögum Þorláks helga.106
Hugmyndir gregoríanismans um óskert forræði biskups yfir
kirkjueignum, að minnsta kosti þeim sem heyrðu beint undir emb-
ætti hans, virðast hins vegar koma fram í tregðu Guð mundar, sam-
kvæmt Prestssögunni í Sturlungu, til að handsala Sig urði ormssyni
staðarforráðin, sem Guðmundur hafði þó kallað hann til ef treysta
má þeirri sögu. Samkvæmt þessari heimild vildi hann aðeins „gefa
forráðin í hendur“ Sigurði; það hefur verið óform legri gerningur og
auðveldara að rifta en handsali.107
Það sem helst olli deilum kolbeins og Guðmundar að sögn
Sturlu Þórðarsonar, þau fimm ár sem Guðmundur sat á biskupsstóli
og báðir lifðu, var eins og fram er komið dómsvald í klerkamál-
um.108 Hér er enn um að ræða baráttumál í anda gregoríanismans
og lið í því að auka sjálfstæði klerka. Í tíð Guðmundar var þó enn
óljóst, bæði hér á landi og erlendis, hversu víðtækt dómsvald bisk-
upa yfir klerkum ætti að vera. Greindi menn á um hvort biskupar
ættu aðeins að dæma í innri málefnum kirkjunnar (foruminternum)
eða í öllum málum sem á einhvern hátt gátu talist andleg eða
siðferðileg þótt leikmenn ættu í hlut (forumexternum), sem og hvort
biskupar ættu að fara með dómsvald í öllum málum —andlegum og
veraldlegum — sem klerkar áttu hlut að eða einvörðungu andlegum
málum og málum sem lutu að þjónustu þeirra í kirkjunni.109 Í Nor -
egi og hér á landi myndaðist festa á þessu sviði á löngu tímabili.
Munaði þar mest um sættargerðir og lagasetningu á 8. áratug 13.
hjalti hugason144
105 Sama heimild, bls. 127.
106 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 48.
107 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 155–156 (28. kap.). — Saga Guðmundar
Arasonar … hin elzta, bls. 478–479 (46. kap.).
108 Sjá: Magnús Stefánsson, „kirkjuvald eflist“, bls. 123–134. krafa Guðmundar
og þeirra sem voru sama sinnis og hann fól í sér tilkall til jurajuridictionis til
handa biskupum, þ.e. rétt til að setja statútur og dæma í málum presta sinna,
og privilegiumfori til handa klerkum (og klausturfólki), þ.e. þau forréttindi að
þurfa ekki að svara til saka fyrir veraldlegum dómstólum heldur aðeins
kirkjulegum. — Carl Henrik Martling, Svensktkyrkolexikon.Enkortfattadteo-
logiskuppslagsbok (Skellefteå 2005), bls. 157 og 264.
109 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 50–51.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 144