Saga - 2009, Blaðsíða 135
sekan en að dómi gengnum tók biskup hann undir sinn verndar-
væng.61 Vinir beggja, kolbeins og Guðmundar, leituðu sátta og
samþykkti kolbeinn að biskup gerði einn um sökina. Að höfðu
samráði við hálfbræðurna Pál Jónsson (1155–1211, Skálholtsbiskup
frá 1195) og Sæmund í odda krafðist hann tólf hundraða vaðmála
(jafngildir um 720 m eða andvirði lítillar bújarðar) af kolbeini. Inn -
heimtist þó aðeins hálft gjaldið, sem dró úr sigri Guðmundar.62
Um Skæring segir að hann hafi verið ósiðvandur að vopnaburði
og klæðnaði auk þess sem hann var einhentur síðan Austmenn
handhuggu hann á Gásum. Var Skæringur persónugervingur þeirra
klerka sem voru þyrnir í augum umbótamanna kirkjunnar. Þeir
vildu að kirkjunnar þjónar nytu friðhelgi en væru á hinn bóginn
vopnlausir og greindu sig frá öðrum í klæðaburði, hár- og skegg -
skurði og bæru ekki líkamslýti (defectuscorporis).63 Örlög Skærings
urðu þau að hann var hálshögginn eftir bardagann um Hóla 1209,
eftirmál Víðinessbardaga.64
Mál Skærings sem leiddi til deilna Guðmundar og kolbeins
spratt af því að hann gerði konu barn. Skutu bræður hennar málinu
til kolbeins (1208) og kröfðust bóta. Skæringur leitaði á náðir bisk-
ups, sem bauð sættir. kolbeinn hafnaði þeirri lausn, sótti klerk til
saka, háði yfir honum dóm og framfylgdi með féránsdómi. Á Al -
þingi sótti kolbeinn ásamt Sigurði ormssyni, sem þá var staðar-
haldari á Möðruvöllum, auk þess sex heimamenn biskups fyrir að
veita Skæringi lið.65 Málið sýnir fullan trúnaðarbrest sem orðinn
var milli Guðmundar og kolbeins.66 Sumarið 1208 hugðist kol -
beinn heyja féránsdóm á Hólum vegna alþingisdómanna yfir heima -
mönnum biskups. Greip hann þá í tómt þar sem Guðmundur var
að ráði góðra manna riðinn austur í Þingeyjarsýslur. Í september
átök um samband ríkis og kirkju 135
kap.) og 492–494 (55. kap.); Saga Guðmundar Arasonar … eptir Arngrím
ábóta, bls. 59–61 (29. kap.) og 64–67 (31. kap.).
61 Íslendingasaga, bls. 244 (20. kap.) og 557 (aftanmálsgr. 20:3).
62 Íslendingasaga , bls. 244 (20. kap.).
63 Jarl Gallén, „klerus“, Kulturhistorisktlexikonförnordiskmedeltidfrånvikingatid
tillreformationstid 8. Judas – konfiskation (Malmö 1963), bls. 475. — Hilding
Johansson, „Prästämbete“, Kulturhistorisktlexikonförnordiskmedeltidfrånvik-
ingatidtillreformationstid. 13. ormer – Regnbue (Malmö 1968), bls. 573.
64 Íslendingasaga, bls. 246 (20. kap.), 253 (24. kap.), 553 (aftanmálsgr. 18:5) og 558
(aftanmálsgr. 24:4).
65 Sama heimild, bls. 246 (20. kap.).
66 Sama heimild, bls. 247–248 (21. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 135