Saga - 2009, Blaðsíða 189
óbeint, því hún fjallar ekki um alþýðufólk (þótt höfundur takmarki
rannsóknir sínar við það) heldur rannsóknaraðferðir sagnfræðinga.
Myndirnar eru síðan andstæða við framkápu bókarinnar sem sýnir
listaverk í anda hugmyndalistar. Á bakkápu er listaverkið reyndar
í fullri stærð en í aukahlutverki, því kápuna þekur nokkuð sérstæð
ljósmynd af höfundi, mynd sem mætti kannski kalla póstmódern-
íska og persónulega útgáfu í ljósmyndaformi af höggmynd Rodins,
Hugsuðinum. Því er á allt þetta minnst að höfundur ætlast greini-
lega ekki til að bókin sé tekin sem hefðbundið fræðirit heldur póst-
módernískt fræðirit, ekki aðeins að efni til, eins og fram kemur í for-
mála höfundar, heldur líka að innihaldi. Hér verður þó einungis
dvalið við innihaldið og í það rýnt á næsta hefðbundinn, sagnfræði -
legan máta.
Bókin er líka óvenjuleg í öðru tilliti. Höfundur birtir tvær grein-
ar eftir erlenda sagnfræðinga sem ræða framlag höfundar til sam-
tímaumræðunnar um strauma og stefnur í félagssögu. Birting
þeirra greina í bókinni er þeim mun óvenjulegri að báðir höfund-
arnir gagnrýna mjög málflutning og rök Sigurðar Gylfa í greinun-
um, en tvær þeirra höfðu þá birst í JournalofSocialHistory.2 Þetta
óvenjulega hlífðarleysi höfundar við sjálfan sig má rekja til sér-
stakra tengsla hans við höfundana. Annar þeirra, Peter N. Stearns,
var aðalleiðbeinandi Sigurðar Gylfa í doktorsnámi hans í Banda -
ríkjunum og hinum, Harvey J. Graff, kynntist Sigurður þar vestra.
Graff var um tíma forseti Social Science History Association og er
hann kunnur meðal félagssögusagnfræðinga. Af öðru efni bókar-
innar er ástæða til að benda á allmikla skrá um margt eða flest af
því sem birtist á einn og annan hátt um söguspeki og íslenska sagn -
fræði iðkun á árunum 2000–2006. Þessa skrá eða gagnagrunn bjó
höfundur til í tengslum við rannsóknir sínar á sagnfræðilegri um -
ræðu þessara ára.
Greinarnar í bókinni fjalla um fjölmörg efni sem borið hefur hátt
í heimi sagnfræðinnar síðustu tvo áratugi eða svo, en rauði þráður-
inn í þeim eru megineinkennin sem höfundur telur vera á sagn -
fræði iðkun íslenskra sagnfræðinga — og erlendra félagssögu fræð -
inga — síðustu tíu til fimmtán árin (u.þ.b. 1990–2005). en greinarn-
ar eru ekki hefðbundnar fræðilegar úttektir á efninu — þar sem höf-
um sögustríð sigurðar gylfa … 189
2 Önnur greinanna, „The Singularization of History“, hefur birst í miklu, alþjóð -
legu yfirlitsverki, Historiography: Critical Concepts in Historical Studies. Ritstj.
Robert M. Burns, vol. 4, CulturalHistory (London 2006).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 189