Saga - 2009, Blaðsíða 159
ingalítið það sem ég segi um efnið, í stað þess að spyrja sjálfan sig
eðlilegra gagnrýninna spurninga til að prófa túlkun sína.
Þá fullyrðir Þór Whitehead að rökstuddar niðurstöður mínar
um eðli tengsla íslenskra kommúnista við Moskvuvaldið séu á ein-
hvern hátt í andstöðu við ríkjandi skoðanir í fræðaheiminum. Hann
virðist hafa gleymt skrifum fjölmargra sagnfræðinga (ég á bágt með
að trúa að hann þekki þau ekki) sem undanfarin ár og áratugi hafa
auðgað skilning manna á sögu Sovétríkjanna, kommúnistaflokks
þeirra, kominterns og alþjóðlegu kommúnistahreyfingarinnar. Hér
má nefna heimsþekkta höfunda á borð við Sheilu Fitzpatrick, J.
Arch Getty, Lynne Viola, orlando Figes, Moshe Lewin og Stephen
Cohen. eins má nefna fjölmarga sagnfræðinga, minna þekkta, sem
hafa getið sér orð fyrir umfangsmiklar brautryðjendarannsóknir á
Stalíntímanum. Ég gæti nefnt menn eins og Robert Thurston, gaml-
an félaga frá Moskvuárum mínum, James Harris, kennara minn við
Columbia-háskóla, Mark von Hagen, Robertu Manning og marga
fleiri. Skrif þessa fólks hafa vissulega vakið deilur. Sum þeirra hafa
verið sökuð um að gera lítið úr glæpum Stalíns og Sovétstjórn ar -
innar á sama hátt og Þór Whitehead segir mig „gera minna úr
tengslum og fylgispekt íslenskra kommúnista við yfirvöld í Moskvu
en efni standa til“ (bls. 51). Hér er ekki réttur vettvangur til að fjalla
um stefnur og strauma í Sovétfræðum, en að sjálfsögðu ríkja skipt-
ar skoðanir á þessu sviði eins og mörgum öðrum fræðasviðum. Þór
Whitehead velur þá leið í árásum sínum á skrif mín að láta eins og
ágreiningur okkar sé einsdæmi. Hver einasti lesandi sem þekkir
viðfangsefnið, þótt ekki sé nema lítillega, sér þó að þetta er rangt.
Það sem er ef til vill einsdæmi er að maður sem gegnir próf essors -
stöðu við ríkisháskóla og er ábyrgur fyrir menntun verðandi sagn -
fræðinga skuli leyfa sér að láta eins og viðhorf hans séu óumdeild.
Það er hætt við að nemendur hans fari þá á mis við það sem er efst
á baugi í fræðunum og hafi skringilegar hugmyndir um fræða -
sviðið að námi loknu.
Ég verð að lokum að ítreka undrun mína yfir þeirri ákvörðun
ritstjóra Sögu að birta grein Þórs Whitehead í þeirri mynd sem hún
var birt. Það er eitt mikilvægasta hlutverk ritstjóra og ritrýnenda
fræðilegra tímarita að stuðla að vandaðri fræðilegri umræðu. Grein
Þórs Whitehead stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra
skrifa, því að hún er tilraun til að mæta ágreiningi með afneitun
frekar en rökum. Það er að mínu áliti fyrir neðan virðingu tímarits-
ins að birta grein þar sem höfundur ruglar kerfisbundið saman
raunveruleiki fortíðar … 159
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 159