Saga - 2009, Blaðsíða 54
um í norðanverðri álfunni.19 Sveiflur í fiskistofnum og veðurfar
höfðu bein áhrif á framleiðslu og lífskjör landsmanna. Páll Berg -
þórsson veðurfræðingur hefur sett fram kenningu um náið sam-
band lofthita, búfjárfjölda og mannfjölda á fyrri öldum og telur að
t.d. á 19. öldinni hafi lækkun lofthita um eina gráðu haft í för með
sér 15% minni heyfeng og samsvarandi minnkun bústofns sem
aftur leiddi til 10% fólksfækkunar.20 Hvort sem við tökum þessa
víðtæku alhæfingu um tengsl lofthita, bústofns og mannfjölda
gilda eða ekki er ljóst að Íslendingar áttu alla afkomu sína mjög
undir veðurfari. en stærstu áföll í atvinnulífi Íslendinga á 19. öld
urðu þó ekki eingöngu af völdum náttúrunnar. Versnandi lífskjör
og jafnvel mannfækkun 1800–1814 eru nátengd Napóleons -
styrjöldum og rösk un á viðskiptum og verslun sem þeim fylgdi;
samdráttur í at vinnu lífi 1856–1870 átti mestanpart rót sína að rekja
til fjárkláðans, sem dró næstum 40% af sauðfé landsmanna til
dauða á nokkrum árum, og efnahagslægðin 1882–1887 stafaði að
hluta til af óhag stæðum viðskiptakjörum sem fóru ekki að batna
fyrr en kreppunni löngu linnti úti í evrópu um miðjan tíunda ára-
tuginn.
eftir því sem markaðsbúskapur og utanlandsverslun efldust
þeim mun háðara varð íslenskt efnahagslíf eftirspurn á alþjóðlegum
mörkuðum og viðskiptakjörum við útlönd. Alþjóðakreppur höfðu
bein áhrif hér á landi í kreppunni löngu á níunda áratug 19. aldar,
viðskiptakreppunni 1907–1908 og kreppunni miklu 1929–1939.
efnahagskreppur á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar til okkar tíma
hafa jafnan verið tengdar áföllum sem þjóðarbúið varð fyrir ýmist
vegna utanaðkomandi áhrifa (einkum versnandi viðskiptakjara og
sölutregðu á íslenskum afurðum) eða innlendra (t.d. samdráttar í
fiskveiðum). eftir síðari heimsstyrjöldina skiptust á þenslu- og sam-
dráttarskeið; greindust samkvæmt einni rannsókn sex hagsveiflur
frá lokum heimsstyrjaldar til 1992 og vöruðu þær að meðaltali í átta
ár. Þær eru þessar: frá stríði til 1947, 1948–1952, 1953–1961, 1962–
guðmundur jónsson54
19 Guðmundur Jónsson, „The Transition from Agrarian to Service economy. or,
What Happened to Industrial Capitalism in Iceland?“, Studying Economic
Growth.NewToolsandPerspectives. Ritstj. Peter Vikstrøm (Umeå 2004), bls. 81.
20 Páll Bergþórsson, „The effect of Climatic Variations on Farming in Iceland“,
AspectsofArcticandSub-ArcticHistory.ProceedingsoftheHistoryoftheArcticand
Sub-ArcticRegion (Reykjavík 2000), bls. 264–269. Sjá einnig Páll Bergþórsson,
„Lögmál byrst – í tölum talið“, AfmæliskveðjatilHáskólaÍslands (Akureyri 2003),
bls. 45–72.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 54