Saga - 2009, Blaðsíða 224
ekki þekkt núna. Það er niðurstaða höfundar að kirkjan hafi verið sá vett-
vangur þar sem myndlistin átti skjól og fékk að njóta sín. Vakin er athygli
á því að ótrúlega lítið hafi varðveist af listgripum frá heimilum manna.
Í fyrsta hluta bókarinnar er rætt um Guðbrand biskup Þorláksson og
verk sem honum hafa verið eignuð. Niðurstaðan er sú að gripirnir séu fæst-
ir eftir hann sjálfan. engu að síður er ljóst að Guðbrandur var „stuðn ings -
maður lista“ og hafði ýmsa hagleiksmenn í þjónustu sinni. Í lokakafla bók-
arinnar bendir Þóra á að hinir fyrstu biskupar og kirkjuhöfðingjar á Íslandi
á siðskiptaöld hafi verið sérlega áhugasamir um myndlist; ekki aðeins
Marteinn einarsson, sem nam málaralist á englandi, heldur einnig Guð -
brandur biskup og ættmenn hans. Sú mynd sem Jón Halldórsson í Hítardal
(1665–1736) dregur upp af Guðbrandi sé „mynd hins fjölhæfa endurreisn-
armanns, homo universalis“ (139).
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að tengsl séu milli þeirra sem skrif -
uðu og skreyttu handrit og þeirra sem fengust við myndlist. Sem dæmi má
nefna umfjöllun um Björn Grímsson, málara og sýslumann, sem er, eins og
fram kemur í bók Þóru, þekktastur úr síðari tíma heimildum fyrir tvö
myndskreytt handrit sem varðveist hafa eftir hann. Hið fyrra skrifaði hann
og skreytti árið 1603 fyrir Höllu systur sína, eins og fram kemur á titilsíðu
þess. Björn virðist hafa haft „atvinnu af því að skrifa og skreyta handrit og
mála“ (44). Athyglisvert er að Björn var sonur þekkts skrifara, sr. Gríms
Skúla sonar í Hruna, og sonur Björns, Þorsteinn, var einn af mikilvirkustu
skrifurum 17. aldar (eins og lesa má um í grein eftir Peter Spring borg sem
birtist í tímaritinu Gardar árið 1977). Þóra sýnir fram á að sama handbragð
er á handritamyndum Björns Grímssonar og málverkum á predikunarstól
úr Bræðratungukirkju frá fyrri hluta 17. aldar. eru þessi málverk jafnframt
elstu varðveittu málverkin í Þjóðminjasafni eftir íslenskan málara sem hægt
er að nafngreina.
Tengsl við bókmenntasöguna birtast hér með ýmsum hætti. Barokk stíll -
inn er talinn hafa borist til Íslands um miðja 17. öld með útskurðarmeistar-
anum Guðmundi Guðmundssyni frá Bjarnastaðahlíð. Guðmundur þessi
kem ur við sögu í gamansömu kvæði eftir Stefán Ólafsson (1618/1619–
1688) og er þar nefndur Gvendur snikkari. Þar er greint frá heimferð Guð -
mundar að loknu námi í kaupmannahöfn árið 1647 en um það leyti tók
hann að sér að stjórna smíði nýrrar dómkirkju í Skálholti fyrir Brynjólf bisk-
up Sveinsson. Um leið og kvæði Stefáns varpar ljósi á þennan fjölhæfa lista-
mann eykur umfjöllun Þóru þekkingu okkar og skilning á kveðskap eins
helsta skálds 17. aldar Stefáns Ólafssonar.
Þá má nefna ættmenn Guðmundar erlendssonar, skálds og prests í Felli
í Sléttuhlíð. Guðmundur var þekkt skáld á 17. öld og voru passíusálmar
hans prentaðir framan við passíusálma Hallgríms Péturssonar þeg ar þeir
komu fyrst út árið 1666 (sjá grein eftir Þórunni Sigurðardóttur, „Tveir
skáldbræður á sautjándu öld“, í ritinu Í ljóssins barna selskap, Reykjavík
2007). Sonur Guðmundar var sr. Jón Guðmundsson á Felli sem sagður var
ritdómar224
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 224