Saga - 2009, Blaðsíða 205
blaðsíðum síðar (206) kemur loks yfirgripsmikil staðhæfing um þjóðernis-
stefnu. Þetta er í fimmta kafla, um íslenskan kommúnisma til 1930. Þar
segir: „Þjóðernisstefnan felur í sér þá hugmynd að allir þegnar þjóðarinnar
eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta, að þjóðin myndi lífræna heild sem
sé skýrt aðgreind frá öðrum þjóðum. og sem pólitísk stefna leggur hún
áherslu á að einstaklingarnir sem tilheyri þjóðinni setji hagsmuni hennar,
hagsmuni þjóðríkisins, ofar öllum öðrum hagsmunum.“ Það er í sjálfu sér
ekki út í hött að segja þetta á þessum stað vegna þess að það myndar inn-
gang að umfjöllun um afstöðu Sovétríkjanna til þjóðernis, sem aftur skiptir
miklu í umfjöllun um íslenska kommúnista þriðja áratugarins. Samt hefði
verið ráðlegra að gefa sér tóm í inngangi ritgerðarinnar til að ræða almennt
um þjóðernishyggju, þjóðernisvitund og þjóðerni í samfélögum, til dæmis
um atriði sem hér er hvergi nefnt, nefnilega hvað sé ópólitísk þjóðernis-
hyggja úr því að til er sérstök pólitísk þjóðernishyggja.
Þessi nálgun höfundar átti þátt í því að mér veittist svolítið erfitt að
afmarka hvað teldist til viðfangsefnis bókarinnar. eftir á hef ég reynt að
greina í sundur, að skilgreina í upphaflegri merkingu, í hverju felist hið
þjóðernislega í íslenskum verkalýðsstjórnmálum tímabilsins. Niðurstaða
mín er sú að bókin snúist um fimm tilbrigði við efni sitt:
1. Upphafningu á þjóðareinkennum Íslendinga, það sem oft er talað um
sem þjóðrembu. eftir á eru það líklega forréttindi verkalýðstalsmanna
að hafa ekki haldið þessu mjög fram, því að það var hlutverk þeirra að
gera fólk ósátt fremur en sátt við samfélag sitt. Þetta kemur einna helst
fyrir þar sem því er haldið fram að Íslendingar hafi sérstakar forsendur
til þess að skapa fyrirmyndarsamfélag. Það kemur fyrir allt frá því í
grein eftir Þorstein erlingsson í Alþýðublaðinu árið 1906 (87nm). Í svo-
kallaðri Stefnuskrá íslenskra jafnaðarmanna, sem var þó ekki annað en
eins konar tillaga Ólafs Friðrikssonar, birt í Dagsbrún sumarið 1915, er
þetta orðað svo að lífskjör væru jafnari á Íslandi en annars staðar og
landsgæði næg og því ætti Ísland að geta orðið (87) „fyrst allra landa til
þess að útrýma fátæktinni, og koma á fjárhagslegum jöfnuði.“
2. Áhuga á að vernda íslensk þjóðareinkenni eða menningararf. Þetta kem -
ur sömuleiðis fyrir í stefnuskrám jafnaðarmanna frá 1915 og 1917. Í fyrra
skiptið segir að markmið jafnaðarmanna sé „bezta tryggingin fyrir við -
haldi íslenzks þjóðernis, og bezt vörn sjálfstæði voru“ (85, sbr. 95–96). Á
hinn bóginn er líka endursögð merkileg grein eftir einar olgeirsson, birt
árið 1926, þar sem hann snýst einarðlega gegn allri þjóðernisvernd og
býður útlenda menningarstrauma velkomna (201–204).
3. Áhuga á auknu pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar. Um þetta reynist vera
furðulítið í bókinni, kannski af því að slíkur áhugi var nokkuð sjálf-
sagður hlutur á sögutímanum, og sætti meiri tíðindum ef einhver gerði
sig líklegan til að gerast liðhlaupi úr þjóðfrelsishernum. Þó má benda á
að í stefnuskrá jafnaðarmanna eftir Ólaf Friðriksson 1915 (86) er það
talið jafnaðarstefnunni til framdráttar að „þegar öllum líður vel efna-
andmæli 205
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 205